fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Síðasta myndbandstækið framleitt í Japan

750 þúsund VHS-tæki seldust í fyrra

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg ár eru síðan flestir hættu að nota myndbandstæki til að njóta kvikmynda í heimahúsum en nú er loks komið að því að framleiðslu slíkra tækja verði hætt í Japan

Eflaust kemur það þeim sem eru nógu gamlir til að muna eftir myndbandstækjum á óvart að þau séu enn framleidd. Funai Electric, síðasti framleiðandi slíkra tækja hefur tilkynnt að framleiðslunni sé nú hætt. Ástæðurnar eru einfaldar, eftirspurnin hefur minnkað hratt og erfiðlega hefur gengið að fá íhluti til framleiðslunnar. Fyrst fór að halla undan fæti fyrir myndbandstækið þegar DVD mynddiskar komu á markaðinn. Nú streyma einnig margir einfaldalega kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í gegnum veitur á borð við Netflix.

Smíði tækjanna hefur farið fram í verksmiðjum í Kína og þau seld undir ýmsum vörumerkjum um allan heim. Á síðasta ári seldust aðeins 750 þúsund slík tæki.

Myndbandsspólan er þó ekki dauður úr öllum æðum. Líkt og hefur gerst með vínylplötur hafa komið fram margir safnarar sem kaupa spólur dýrum dómum. Dæmi eru um að sjaldgæfar myndbandsspólur seljist á allt að 2000 dollara eða sem samsvarar hátt í 250 þúsund krónum.

Flestum þykir ekki mikið til gæða myndbandsspóla koma í samanburði við gæði DVD diska og og háskerpu Blu-ray diska. Safnarar halda því fram að með því að horfa á myndir í þeim gæðum sem fólk á að venjast í dag glatist það sem leikstjórar hafi viljað koma á framfæri. Að horfa á myndband sé eina leiðin til að upplifa slíkar kvikmyndir á þann hátt sem næst er hinni upprunalegu listrænu sýn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum