fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sesselja Erna: „Ég kastaðist úr bílstólnum og var sú eina sem lifði af“

„Stopp, hingað og ekki lengra!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Árið 2000 lenti ég bílslysi á Reykjanesbraut. Þar var ég í bíl með pabba mínum og sofnaði hann undir stýri. Lentum við á bíl með öðrum hjónum. Ég kastaðist úr bílstólnum og var sú eina sem lifði af. Stopp, hingað og ekki lengra,“ segir Sesselja Arna í áhrifaríku myndskeiði sem framkvæmdahópurinn Stopp, hingað og ekki lengra! hefur birt á Facebook-síðu sinni. Þar er boðað að fleiri myndskeið muni líta dagsins ljós.

Hópurinn, Stopp, hingað og ekki lengra berst fyrir því að Reykjanesbraut verði tvöfölduð. Nú stíga fórnarlömb umferðarslysa á Reykjanesbraut og segja sína sögu.

„Saman þá getum við þrýst á stjórnvöld að tvöfalda Reykjanesbrautina og þannig fjárfesta í mannslífum. Tvöföldunin er dauðans alvara. Stopp, hingað og ekki lengra!“ segir í tilkynningu frá hópnum.

Sesselja Erna stígur fram og segir stuttlega frá skelfilegu slysi sem hún lenti í sem barn á Reykjanesbrautinni þann 30. nóvember árið 2000. Hún var þá aðeins fjögurra ára gömul. Faðir hennar lést ásamt hjónum þegar tvær bifreiðar skullu saman. Sesselja Erna var sú eina sem lifði af.

Hér má sjá mikilvæg skilaboð þessarar ungu konu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis