fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Kveikt í ketti Guðrúnar: „Aldrei heyrt eins mikil skaðræðisvein í einu dýri“

„Ég skil ekki hver getur gert svona lagað við saklaus dýr“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 21. júlí 2016 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara skelfilegt að horfa upp á,“ segir Guðrún Kristín Ívarsdóttir íbúi á Selfossi og eigandi kattarins Lukku en Lukka kom illa útleikin heim til sín í gærkvöldi. Guðrún segist fullviss að kveikt hafi verið í andliti Lukku með kveikjara. Hún kveðst ómögulega geta skilið hvað vakir fyrir þeim einstaklingum sem hafi það í sér að kvelja dýr á þennan hátt, en augljóst sé að áverkar Lukku séu af mannavöldum.

„Hún kemur hérna inn í gærkvöldi og ég kem að henni í sturtuklefanum þar sem hún er hágrátandi, skaðbrennd í framan, þar sem það hafði greinilega verið reynt að kveikja í nefinu á henni“ segir Guðrún í samtali við blaðamann en Lukka er fimm ára gömul, persneskur skógarköttur. „Hún hafði greinilega vit á að fara þar sem er vatn til að kæla sig. Hún var bara alveg sárkvalin og átti erfitt með að opna augun.“

Guðrún tók sig strax til við að reyna að minnka kvalir Lukku. „Ég kældi hana og setti á hana aloe vera. Svo er hún bara búin að vera vælandi í alla nótt og í morgun. Ég hef aldrei heyrt eins mikil skaðræðisvein í einu dýri. Ég þurfti að gefa henni verkjatöflu,“ segir hún en hún tók meðfylgjandi ljósmynd af Lukku.

Guðrún hafði samband við dýralækni í gærkvöldi sem ráðlagði að halda áfram að kæla sár Lukku. Þegar blaðamaður náði af tali af Guðrúnu í morgun var hún á leið með Lukku til læknisins.

„Hún er ennþá alveg ofboðslega aum og lítil í sér. Ég vona bara svo innilega að ég þurfi ekki að enda á því að svæfa hana. En ef það verður ekki hægt að linakvalirnar þá er held ég ekki annað í boði,“ segir Guðrún jafnframt en hún kveðst einnig hafa haft samband við lögregluna á Selfossi og tilkynnt þeim um málið.

„Lukka er alltaf ofboðslega varkár, sérstaklega í kringum kerti. Þannig að það er alveg á hreinu að það er einhver eða einhverjir sem hafa gert þetta við hana,“ heldur Guðrún áfram og bætir við að hér sé á ferð mannvonska af verstu sort. „Ég er bara miður mín. Ég skil ekki hver getur gert svona lagað við saklaus dýr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Í gær

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu