fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Margrét hættir eftir 10 daga: Var nóg boðið en biðst afsökunar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við minnum fólk á að nauðga bara heima sjá sér í Vestmannaeyjum,“ sagði Margrét Erla Maack þáttastjórnandi Morgunútvarps Rásar 2. Margrét er í afleysingum og hættir eftir 10 daga.

Líkt og kemur fram á Pressunni sperrtu margir upp eyrun í lok þáttarins þegar tilkynnt var að spila ætti þjóðhátíðarlagið 2016 en þá lét Margrét þessi umdeildu orð falla. Segir Margrét að þetta hafi verið sagt í kaldhæðni sem hafi skilað sér illa. Líkt og greint hefur verið frá hefur verið talsverð umræða í samfélaginu um þá ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra í Vestmannaeyjum að greina fjölmiðlum ekki frá kynferðisbrotum verði óskað eftir því. Sami háttur var hafður á í fyrra. Í gær, líkt og kemur fram á Vísi, sagði Páley að flest brot ætti sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk færi yfirleitt sjálfviljugt. „Það væri bara staðreyndin.“ Hefur Páley verið gagnrýnd fyrir þessu ummæli meðal annars í leiðara Fréttablaðsins sem sagði að kirkjan og BBC hefðu þaggað niður umfjöllun um kynferðisbrot innan sinna raða til að viðhalda jákvæðri ímynd.

Margrét hefur verið gagnrýnd fyrir ummælin en einnig notið stuðnings og hefur hún beðist afsökunar. Þess skal einnig getið að Margrét hefur tekið virkan þátt í að vekja athygli á Druslugöngunni sem fram fer um helgina. Þá hefur hún sagt frá grófu kynferðisbroti sem hún varð fyrir til að vekja athygli á skelfilegum afleiðingum kynferðisofbeldis. Margrét sem er eins og áður segir í afleysingjum og á 10 daga eftir segir á Facebook eftir að málið komst í hámæli.

„Ég viðurkenni það að kaldhæðni skilar sér sjaldan í útvarpi. Mér er einfaldlega nóg boðið, eins og svo mörgum öðrum, meðal annars ríkislögreglustjóra, hvernig tekið er á þessum málum í Vestmannaeyjum. Tímaskekkja og rugl. Þetta var kaldhæðnisleg athugasemd um ljótan veruleika og ég er glöð að við séum öll sammála um að þetta hafi farið yfir strikið. Ekki reyna að misskilja mig að ég sé að hvetja til nauðgana. Stundum er ég grimmur gargandi háðsfugl. Nauðganir eru svartur blettur á hátíð sem ég efast ekki um að sé frábær þar sem kærleikurinn er í fyrirrúmi. Afsakið.“

Þá sagði hún í viðtali við Vísi að hún ætti alveg von á því að vera kölluð á teppið:

„Þetta fór algjörlega yfir strikið. Þetta var bara í augnablikinu. Ég skammast mín fyrir að hafa sagt þetta í útvarpi.“

Hefur hún einnig ítrekað afsökunarbeiðnina á Facebook-síðu sinni:

Ég biðst afsökunar á ósmekklegum ummælum í Morgunútvarpinu í morgun. Ég fór yfir strikið í beinni útsendingu.
Ég á það til að fara fram úr sjálfri mér þegar umræða um kynferðisbrot er annars vegar, en þessi ummæli mín voru ekki boðleg í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu.

Líflegar umræður eru á Facebook og Twitter um ummælin. Ekki eru allir sammála um að ummælin hafi verið óviðeigandi og spyr DV því: Fór Margrét Erla yfir strikið? Taktu þátt í könnun DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“