fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Jón von Tetzhner fjárfestir í Hringbraut

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júlí 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón von Tetzhner, frumkvöðull og fjárfestir, hefur fest kaup á hlut í sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu að Jón verði þar með annar stærsti hluthafi félagsins en auk sjónvarpsstöðvarinnar rekur Hringbraut, Útvarp FM98,1 og vefsíðuna Hringbraut. Aðrir eigendur eru Guðmundur Örn Jóhannsson, stjórnarformaður og útgefandi og Rakel Sveinsdóttir framkvæmdastjóri.

Guðmundur Örn segir m.a. í fréttatilkynningunni fagna aðkomu Jóns von Tetzchner að fyrirtækinu.

„Í dag er hægt að reka ljósvakamiðla á mun hagkvæmari hátt en áður var. Í þessu geta falist mörg tækifæri,“ segir Jón von Tetzhner.

Jón von Tetzhner er oft kenndur við Operu en það er eitt stærsta kauphallarfyrirtækið í Noregi. Hann ólst upp á Seltjarnarnesi en býr nú í Bandaríkjunum. Á síðustu árum hefur Jón fjárfest í nokkrum íslenskum sprotafyrirtækjum eins og Örnu, Hringdu, Dohop og Spyr.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi