fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Egill rýnir í valdaránið í Tyrklandi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 15. júlí 2016 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tyrkneski herinn hefur löngum verið veraldlegur, hann hefur fylgt hugmyndum Ataturks, svonefnds föður tyrkneskum þjóðarinnar, um að Tyrkland tilheyri Evrópu og skuli laga sig að evrópskum siðum. Þetta er í andstöðu við hugmyndir Erdogans forseta sem kemur úr íslömskum stjórnmálaflokki, ekki þó mjög róttækum. Kúgun hefur magnast á tíma Erdogans og hann lætur fangelsa blaðamenn og loka fjölmiðlum. Og það hefur ekki verið Tyrklandi til álitsauka hvernig hann hefur leikið tveimur skjöldum í átökum í Miðausturlöndum.“

Þetta segir Egill Helgason á Eyjunni og rýnir í það sem á sér stað í Tyrklandi. Þar hefur herinn gert tilraun til valdaráns.

Egill heldur áfram:

„Framan af gekk Erdogan þó allt í haginn, í Tyrklandi var mikill efnahagsuppgangur, nýjar verslunarmiðstöðvar risu hvarvetna, ferðamenn streymdu til landsins, neysla jókst – þetta var í vissri mótsögn við hinar íslömsku kennisetningar. En Tyrkland hefur alltaf verið land mótsagna.“

Egill bendir á að herinn hafi ávalt haft mikil áhrif í landinu, þá sem vörður hinna vestrænu gilda.

„Þegar hernum líkaði ekki við þróun stjórnmálanna greip hann inn í atburðarásina. Lengi sat einhvers konar yfirríkisstjórn sem var skipuð helstu stjórnmálamönnum og herforingjum. Þar voru stærstu ákvarðanirnar teknar, æðstu hershöfðingjar höfðu í raun eins konar neitunarvald. Erdogan lagði mikla áherslu á að draga úr áhrifum hersins, gera yfirstjórn hans óvirka. Hann lét til skarar skríða 2010. Fjölmargir herforingjar voru handteknir, ásakaðir um undirbúning valdaráns, og hnepptir í fangelsi.“

Egill segir að seinna hafi komið í ljós að þetta hafi ekki staðist og enginn fótur verið fyrir valdaránstilrauninni. Málsgögn voru fölsum og sakborningar voru látnir lausir en þeir voru 236 talsins. Þá segir Egill að margir hafi talið að Erdogan hafi tekist að breyta hernum sem myndi ekki snúast gegn valdhöfum. Tilraunin í dag, gegn þessum valdamikla leiðtoga sem Erdogan hefur verið sé því stórfrétt. Telur Egill að herinn myndi líklega halla sér í átt að Evrópu og Bandaríkjunum.
Hér má lesa pistil Egils í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi