fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

WOW air kaupir fjórar nýjar Airbus A321 vélar

Listaverð flugvélanna er 55 milljarðar íslenskra króna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. júlí 2016 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið WOW air hefur fest kaup á fjórum glænýjum Airbus A321 flugvélum beint frá framleiðenda Airbus. Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air og Fabrice Brégier forstjóri Airbus skrifuðu undir samninginn í dag á flugvélasýningunni Farnborough í Bretlandi.

Listaverð vélanna er 459,6 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 55 milljarða íslenskra króna, og verða nýju flugvélarnar afhentar árð 2017 og 2018, að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW air. Floti flugfélagsins, sem eingöngu samanstendur af Airbus flugvélum, stækkar úr 11 flugvélum í 17 á næsta ári með þessum kaupum auk annarra flugvélasamninga sem þegar hafa verið kynntir. Átta af þessum 17 vélum verða alfarið í eigu WOW air.

„Við erum ánægð með að bæta glænýjum Airbus A321 flugvélum við okkar sívaxandi flota. WOW air er að verða eitt öflugasta lággjaldaflugfélag heims og við hlökkum til að halda áfram að vaxa og dafna í samstarfi við Airbus,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, í tilkynningu.

Flugvélarnar verða notaðar í flugi bæði innan Evrópu og til Norður-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu