fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Missti allt í hruninu en vann 55 milljónir um helgina: Ætlar að kaupa sér hús og hund

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 1. júlí 2016 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var heldur betur lukkuleg og ánægð kona sem kom til Getspár í morgun með annan tveggja vinningsmiða frá því síðasta laugardag.

Í tilkynningu frá Getspá kemur fram að konan fór í Álfinn Kópavogi síðasta föstudag og ætlaði að versla sér eina röð í EuroJackpot, en henni til happs þá var búið að loka fyrir sölu þar sem klukkan var orðin 17. Notaði hún peninginn sem hún var með og keypti sér tvær raðir í Lottó í staðinn.

„Í gær fór hún svo aftur í Álfinn til að versla og rakst þá á Lottómiðann í veskinu og lét renna honum í gegn. Vinningshljóð kom þegar miðanum var rennt í gegnum sölukassann og þá sagði konan: „Vei – ég á þá fyrir öðrum lottómiða“.

Afgreiðslumaðurinn leit á hana og sagði: „Ég held að þú ættir að setjast niður.“ Því næst rétti hann henni vinningsmiðann og undirstrikaði vinningsupphæðina sem var 54,8 milljónir.

Konan var mjög spennt og ánægð en svaf samt vel í nótt og ætlar að nota vinninginn til að kaupa sér hús og hund, að því er segir í tilkynningunni. Einnig ætlar hún að bjóða allri fjölskyldunni með sér í gott frí til útlanda en konan missti allt sitt í hruninu og er búin að vera á rándýrum leigumarkaði.

Við óskum þessum heppna vinningshafa innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning um leið og við biðjum alla sem versluðu sér Lottómiða í 10-11 við Kleppsveg að athuga með sinn lottómiða því hann hefur ekki enn gefið sig fram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“