fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

„Fyrir hönd allra íslenskra kvenna, þetta er ekki satt og nei takk“

Segja þá sem kvænast íslenskum konum fá 5.000 dollara á mánuði – Gróusögur í kjölfar velgengni landsliðsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. júlí 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur verið í fréttunum og á samfélagsmiðlum um allan heim vegna frábærrar frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Eitthvað er þó um að fregnirnar séu byggðar á misskilningi og virðist sem svo að erfiðlega gangi að vinda ofan af slíkum misskilningi.

Til að mynda virðist sem einhverjum nettröllum hafi tekist að gabba hóp manna af erlendum uppruna og sannfært þá um að þeir sem kvænist íslenskum konum fái á bilinu 500–5.000 dollara mánaðarlega frá íslenskum stjórnvöldum. Flökkusagan segir að það sé vegna mannfæðar, of margar konur séu á Íslandi en of fáir karlmenn.

Hér sést þýðing á textanum, en myndin virðist vera af íslenskri konu. Í auglýsingunni stendur: Ísland greiðir 5.000 dollara mánaðarlega til innflytjenda sem kvænast.
Auglýsing Hér sést þýðing á textanum, en myndin virðist vera af íslenskri konu. Í auglýsingunni stendur: Ísland greiðir 5.000 dollara mánaðarlega til innflytjenda sem kvænast.

Rignir inn skilaboðum

Samkvæmt auglýsingunum, sem eru auðvitað tilhæfulausar, eru íslensk stjórnvöld að reyna að fjölga karlmönnum og auka fjölbreytni hér á landi. Fyrir vikið hefur vinabeiðnum og skilaboðum rignt inn til íslenskra kvenna á samfélagsmiðlum. Bæði virðist vera um að ræða „bot“ vinabeiðnir, það eru gervimenn sem senda vinabeiðnir í miklum mæli áfram af einhverjum ástæðum, en einnig raunverulegir einstaklingar sem vilja komast í kynni við íslenskar konur.

Auglýsingarnar, sem má sjá hér til hliðar, virðast hafa náð talsverðri útbreiðslu ef marka má fjölda vinabeiðna. Svo virðist sem leitað sé að eftirnafninu „dóttir“ til þess að senda beiðnirnar.

Sumar konur segjast hafa fengið allt að 50 vinabeiðnir á dag og hefur það gengið svo í marga daga. Við eina auglýsinguna hefur íslensk kona tekið sig til og skrifað: „Fyrir hönd allra íslenskra kvenna, þetta er ekki satt og nei takk.“

Hér er því haldið fram að of margar konur búi á Íslandi.
Of margar konur Hér er því haldið fram að of margar konur búi á Íslandi.

Ekki bændur

Ísland hefur raunar verið í fréttunum um allan heim vegna frábærrar frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Eitthvað er þó um að fréttirnar séu byggðar á misskilningi.

Rithöfundurinn Dagur Hjartarson gabbaði til að mynda ansi marga útlendinga og erlenda fjölmiðla með ansi sannfærandi gróusögum um íslenska landsliðið og uppruna landsliðsmannanna á meðan að leikur Íslands og Englands fór fram á mánudagskvöld. Á meðan að Ísland spilaði, skrifaði Dagur færslur á Twitter þess efnis að nokkrir landsliðsmannanna væru bændur, sagði að nafn Hannesar Halldórssonar þýddi: „Sá sem á fimm kindur og eiginkonu.“ Rötuðu sumar fullyrðingarnar meðal annars í belgískt dagblað.

Sagði það ekki

Þá voru landsliðsmanninum Kára Árnasyni eignuð ummæli um enska landsliðið á ljósmynd sem fór víða. Ummælin voru: „ensku leikmennirnir vanvirtu okkur algjörlega. Joe Hart öskraði að leikmönnum: „Við þurfum að gera betur en þetta gegn Frakklandi“ og „Við getum ekki tapað fyrir þessu liði, þeir eru skítlélegir.“ Fyrir seinni hálfleikinn, í leikmannagöngunum, spurði Harry Kane hvort að þeir væru úr leik ef þeir töpuðu. „Hvernig geturðu ekki vitað það? Vanvirðing þeirra hvatti okkur áfram.“ Kári hefur þó tekið af allan vafa um að þetta voru ekki hans orð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“