Fréttir

Vísindamenn nota svín til að rækta líffæri í fólk

Kemur í veg fyrir skort á gjafalíffærum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 6. júní 2016 19:00

Vísindamenn í Kaliforníu vinna nú hörðum höndum að því að rækta líffæri í mannfólk í svínum. Er þetta gert til þess að koma í veg fyrir skort á gjafalíffærum. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag.

Þeim hefur nú tekist að blanda saman stofnfrumum úr mönnum við kjarnsýru svína og leyft blöndunni að malla í 28 daga áður en efnið var skoðað í smásjá. Eru vísindamennirnir, við Kaliforníu-háskóla, Davis, nú vissir um að hægt sé að rækta svín með mannalíffærum sem yrði svo slátrað þegar fólk þarf á líffærinu að halda.

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa neitað að styðja þessar rannsóknir nema að þau séu fullviss um að svínin séu í raun svín en ekki einhverskonar vera sem sé fært um mannlega heilastarfsemi. Pablo Ross, prófessorinn sem stýrir rannsóknunum, segir hættuna í slíka vera litla þar sem dýrin muni líta út eins og svín, eini munurinn á þessum svínum og öðrum svínum sé að líffæri þeirra passi í fólk.

Umhverfisverndarsinninn Peter Stevenson sagði í viðtali við fréttaskýringaþáttinn Panorama á BBC að hann hefði miklar áhyggjur af þróun mála, betra sé að fólk verði duglegra við að gefa líffæri áður en farið verður í allsherjar svínaræktun til að skaffa líffæri.

Walter Low, taugaskurðlæknir við háskólann í Minnesota, sagði við Panorama að svín væru einstaklega hentug í þessum tilgangi: „Þetta opnar á möguleikann að eitt svín geti útvegað bris, hjarta, lifur, nýru, lungu og augnsteina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Samtökin ´78 krefjast þess að Víkverji stígi fram undir nafni: „Ritstjórn Morgunblaðsins setur niður“

Samtökin ´78 krefjast þess að Víkverji stígi fram undir nafni: „Ritstjórn Morgunblaðsins setur niður“
Fréttir
Í gær

Andri Snær um Víkverja: „Hafi neitað sér um eitthvað líferni á yngri árum“

Andri Snær um Víkverja: „Hafi neitað sér um eitthvað líferni á yngri árum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryndís sökuð um að níðast á neyð fólks – Sögð gráðug og á leið til helvítis

Bryndís sökuð um að níðast á neyð fólks – Sögð gráðug og á leið til helvítis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Af hverju er Donald Trump svona mikið í nöp við Þýskaland?

Af hverju er Donald Trump svona mikið í nöp við Þýskaland?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?

Spurning vikunnar: Á að kenna kristinfræði í grunnskólum?