fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Skartgripalögunum beitt í fyrsta sinn: Peningar teknir af flóttamönnum í Danmörku

Umdeildum lögum í Danmörku beitt í fyrsta sinn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 19:00

Umdeildum lögum í Danmörku beitt í fyrsta sinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk yfirvöld hafa beitt skartgripalögunum svokölluðu í fyrsta sinn, en umrædd lög vöktu mikið umtal fyrr á þessu ári og sitt sýndist hverjum um þau.

Það var í janúar að danska þingið samþykkti lögin sem kveða á um að yfirvöld mega taka verðmæti af flóttamönnum sem koma til Danmerkur. Heimila lögin yfirvöldum til að leggja hald á verðmæti umfram 10 þúsund danskar krónur. Hlutir sem hafa tilfinningalegt gildi, svo sem giftingarhringir, eru þó undanskildir. Verðmætin eru notuð til að fjármagna kostnað við uppihald flóttafólks í landinu meðan umsóknir þeirra um hæli eru afgreiddar.

Að sögn The Local var lögunum beitt í fyrsta skipti á dögunum þegar fimm flóttamenn voru handteknir. Fólkið hafði reynt að komast til Danmerkur en í ljós kom að það framvísaði fölsuðum vegabréfum. Fimmmenningarnir reyndust vera með talsverða fjármuni á sér, en alls lögðu yfirvöld hald á 79.600 danskar krónur.

Allir þeir sem handteknir voru hafa sótt um hæli í Danmörku.

Lögin sem tóku gildi fyrr á þessu ári vöktu hörð viðbrögð og gagnrýndu mannréttindasamtök dönsk yfirvöld harðlega. Gengu sumir svo langt að bera lögin saman við þá aðferð nasista að stela verðmætum, til dæmis gulli, af gyðingum á tímum helfararinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga