fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðni kíkti í VIP-herbergið eftir leik Íslands og Englands: Þarf að fara eftir settum reglum þegar hann verður orðinn forseti

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, sem kjörinn var forseti Íslands um liðna helgi, segir að hann geti verið með almenningi í stúkunni á leikjum íslenska liðsins í Frakklandi af þeirri ástæðu að hann er ekki enn kominn í hátt embætti.

Viðtal við Guðna á CNN í dag, og DV fjallaði um, vakti nokkra athygli en þar komu VIP-herbergi meðal annars til umfjöllunar.

Í fréttinni kom fram að á sama tíma og flestir stjórnmálamenn þiggi það með þökkum að fá sæti í VIP-stúkunni sé annað uppi á teningnum hjá nýkjörnum forseta Íslands. Þvert á móti sagðist Guðni ekki geta beðið eftir að slást í hóp íslenskra stuðningsmanna í stúkunni sem allir hafa sama markmið: Hvetja íslenska liðið til dáða.

„Af hverju ætti ég að sötra kampavín í VIP-herbergi þegar ég get gert það hvar sem er í heiminum,“ spurði Guðni fréttamann í viðtalinu. „Nei, ég ætla að vera á áhorfendapöllunum með stuðningsmönnunum og ég mun vera í landsleiðstreyjunni minni,“ segir Guðni.

Guðni, sem settur verður í embætti forseta þann 1. ágúst næstkomandi, birti eftirfarandi áréttingu á Facebook-síðu sinni.

„Kæru vinir (and see English below) smá árétting um áhorfendapalla og VIP-herbergi: Ég get verið með almenningi í stúkunni á leikjum í Frakklandi því að ég er ekki enn kominn í hátt embætti. Eftir embættistöku 1. ágúst verð ég að sjálfsögðu að sætta mig við allar siðareglur og öryggiskröfur gestgjafa þegar ég sæki viðburði á þeirra vegum. Úti í Nice náði ég að blanda þessu tvennu saman, fékk að líta inn í VIP-herbergið að leik loknum og blanda þar geði við góða gesti og gestgjafa. Hver veit nema það verði eins í París.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi