fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Smárakirkja selur húsnæði sitt

Félag ásamt fjárfestum stofnað um kaupin – Óvíst hvað þar verður

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. júní 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smárakirkja, sem áður heyrði undir Krossinn, hefur selt húsnæði sitt í Hlíðarsmáranum í Kópavogi og leitar þessa dagana að nýju húsnæði undir starfsemina. Þetta staðfesti Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Smárakirkju, í samtali við DV. Blaðið hefur heimildir fyrir því að húsnæðinu eigi að breyta í hótel.

„Smárakirkja átti húsnæðið en við ákváðum að selja vegna rekstrarvanda og hafa samningar þar að lútandi verið gerðir um kaupin við nýja eigendur. Ég veit ekki hvað nýir eigendur hyggjast fyrir með þetta húsnæði. Við rákum áfangaheimili í Hliðarsmára 5–7 og þar hafa verið íbúðir sem við höfum haft undir starfsemina. Ríkisvaldið hefur komið að rekstrinum til þessa en framlag þess hefur minnkað verulega en færa á þennan málaflokk meira yfir á sveitarfélögin en áður. Við sáum því fyrir okkur að rekstrargrundvöllurinn yrði ekki nægilega góður undir þennan hluta. Þetta er megin ástæða fyrir sölunni. Smárakirkja ætlar samt sem áður að halda þessum rekstri áfram en þá í nýju húsnæði sem við leitum að logandi ljósi.“

„Við erum mjög spennt“

Sigurbjörg segir að ásættanlegt verð hefði fengist fyrir eignina. Hún segir að vonandi finnist nýtt húsnæði fljótlega og er bjartsýn á framhaldið. Nýir tímar séu framundan.

„Við erum mjög spennt en það er virkileg þörf fyrir starfsemi sem þessa. Við höfum rekið þarna áfangaheimili fyrir fólk sem átt hefur við vímuefnavandamál að stríða og annan vanda og á ekki í önnur hús að venda. Við höfum því eftir fremsta megni lagt þessu fólki lið,“ segir Sigurbjörg.

Kemur bara í ljós

„Það var stofnað sérstakt félag ásamt fjárfestum um kaupin á þessari eign í Hlíðarsmáranum. Ég get ekki tjáð mig um hvað við hyggjumst fyrir með þessum kaupum. Það er bara verið að vinna í málunum, hvaða starfsemi verður þarna kemur bara í ljós síðar,“ sagði Jóhannes Hauksson, einn þeirra sem að kaupunum koma, í samtali við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks