fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

New York er nýr áfangastaður WOW air

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 29. júní 2016 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hóf WOW air sölu á flug­sæt­um til New York en fé­lagið mun hefja áætl­un­ar­flug þangað þann 25. nóv­em­ber. Flogið verður til New York alla daga, all­an árs­ins hring, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Flogið verður á Newark flugvöll

Þar segir að flogið verður til Newark-flug­vall­ar í nýj­um Air­bus A321 þotum. Tíma­setn­ing­ar flugáætl­un­ar­inn­ar eru Íslend­ing­um hag­stæðar en brott­för er kl 15:15.

„Íslend­ing­ar geta því nýtt dag­inn í New York bet­ur en áður og jafn­framt aukast tengi­mögu­leik­ar veru­lega“.
Í tilkynningunni segir sömuleiðis að Í New York séu mögnuð mann­virki, líf­leg lista­sena og fjöl­breytt mann­líf.

Borg­in til­heyr­ir New York-ríki og er stærsta borg Banda­ríkj­anna og sú fjöl­menn­asta með rúm­lega átta millj­ón­ir íbúa. Borg­in skipt­ist í fimm borg­ar­hluta: Man­hatt­an, Brook­lyn, Bronx, Qu­eens og Staten Is­land, hver með sinn ein­staka karakt­er; og skemmti­leg hverfi eins og t.d. Chinatown, SoHo og Greenwich Villa­ge. New York er suðupott­ur ólíkra menn­ing­ar­heima. 

Heimsborgin New York

„Við erum mjög stolt af því að geta boðið upp á dag­leg­ar ferðir til þess­ar­ar miklu heims­borg­ar á jafn hag­stæðum og viðráðan­leg­um kjör­um og raun ber vitni. Áfangastaðurinn mun styrkja okk­ur mjög í þeirri viðleitni að verða öfl­ug­asta lággjalda­flug­fé­lagið á alþjóðavísu en þessi mikli vöxt­ur fé­lags­ins væri ekki fyr­ir hendi ef ekki væri fyr­ir vel­vild og traust al­menn­ings. Fyr­ir það erum við afar þakk­lát og við mun­um að sjálf­sögðu halda áfram að standa vakt­ina og bjóða upp á bestu mögu­legu verðin hverju sinni.“ Þetta segir Skúli Mogensen að þessu tilefni.

WOW air flýg­ur nú þegar all­an árs­ins hring til ým­issa áfangastaða í Norður-Am­er­íku: Washingt­on DC, Bost­on, Los Ang­eles, San Francisco, Toronto og Montréal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi