fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar verða 442 þúsund árið 2065

Meðalævi karla og kvenna við fæðingu mun halda áfram að lengjast

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 29. júní 2016 10:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætla má að íbúar á Íslandi verði 442 þúsund árið 2065 bæði vegna fólksfjölgunar og náttúrulegrar fjölgunar. Þetta kemur fram í mannfjöldaspá fyrir tímabilið 2016 til 2065 sem gerir ráð fyrir áætlaðri stærð og samsetningu mannfjölda í framtíðinni.

Fæddir verða fleiri en dánir

Til samanburðar var mannfjöldinn 332 þúsund 1. janúar 2016. Miðspáin gerir líkt og áður segir ráð fyrir því að 442 þúsund búi á Íslandi árið 2065. Í háspánni verða íbúar 523 þúsund í lok spátímabilsins en 369 þúsund samkvæmt lágspánni.

Spáafbrigðin byggja á mismunandi forsendum um hagvöxt, frjósemishlutfall og búferlaflutninga. Fæddir verða fleiri en dánir á hverju ári spátímabilsins í mið- og háspá. Samkvæmt lágspánni verða dánir hins vegar fleiri en fæddir á hverju ári frá og með árinu 2044. Meðalævi karla og kvenna við fæðingu mun halda áfram að lengjast.

Fjöldi aðfluttra hærri en fjöldi brottfluttra

Nýfæddar stúlkur árið 2016 geta vænst þess að verða 83,6 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,6 ára. Stúlkur sem fæðast árið 2065 geta vænst þess að verða 88,6 ára en drengir 84,3 ára.

Samkvæmt spánni verður fjöldi aðfluttra hærri en fjöldi brottfluttra ár hvert, fyrst og fremst vegna erlendra innflytjenda. Íslendingar sem flytja frá landinu verða áfram fleiri en þeir sem flytja til landsins.

Skammtímaspá um búferlaflutninga er byggð á reiknilíkönum tímaraða sem nota efnahagslega og lýðfræðilega þætti. Mynd 2 sýnir öll afbrigði flutningsjöfnuðar (fjöldi aðfluttra umfram brottflutta á hverju ári) og öryggisbil miðspárinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv