fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ísland neðst Norðurlandanna er kemur að velferð

Föllum um sex sæti á milli ára

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 29. júní 2016 08:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er neðst Norðurlandanna í velferðarvísitölunni The Social Progress Index og lækkar um sex sæti á milli ára. Á síðasta ári var Ísland í fjórða sæti en í ár féllum við í það tíunda. Finnar eru efstir og hækka um sex sæti á milli ára. Norðurlöndin fimm eru öll á meðal tíu efstu þjóðanna.

Byggir ekki á landsframleiðslu

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Vísitölunni er ætlað að horfa til annarra þátta en landsframleiðslu þegar kemur að því að mæla velferð í þjóðfélögum. Til dæmis gæðum menntunar, heilbrigðisþjónustu, umburðarlyndis og tækifæra innan samfélagsins.

Samtökin héldu ráðstefnu í Hörpu í maí sem stefnt er að að verði árlegur viðburður og nokkurs konar mótvægi við efnahagsráðstefnuna í Davos í Sviss.

Michael Green, framkvæmdastjóri The Social Progress Imperative, sem gefur út vísitöluna, segir að tvær ástæður séu fyrir því að Ísland lækkar á listanum á milli ára. Í fyrsta lagi þá eru önnur lönd á listanum að ná Íslandi. Til dæmis þegar kemur að því að tryggja öryggi einstaklinga og aðgengi að upplýsingum. Í öðru lagi er ástæðan sú að aðferðafræðinni var breytt í afmörkuðum þáttum sem breytir stöðu landsins til hins verra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu