fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Barnamorðingi hélt því fram að hann væri að gera blómabeð

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 27. júní 2016 20:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elias varð aðeins sex ára. Mohamed varð aðeins fjögurra ára. Morðingja þeirra er lýst sem fámæltum og feimnum manni, mömmustrák. Réttarhöld yfir honum eru nýhafin en hann hefur enn ekki sagt mikið um málið.

Elias dó fyrst. Hann var að leik á leikvelli nærri heimili sínu i Potsdam, nærri Berlín, þegar hann var lokkaður inn í bíl þann 8. ágúst á síðasta ári. Það var Silvio S., 33 ára, sem lokkaði hann inn í bílinn og ók á brott með hann. Hann ætlaði að misnota Elias kynferðislega. Silvio S. gaf honum því svefnlyf og keflaði hann en Elias hætti ekki að öskra og því kyrkti Silvio S. drenginn.

Þetta segja þýskir fjölmiðlar að komi fram í ákærunni á hendur Silvio S.

Játaði fyrir móður sinni

Málið vakti mikla athygli í Þýskalandi og víðar og mikil leit fór fram að Elias. Þann 1. október á síðasta ári kom síðan að Mohamed. Hann var með móður sinni og systkinum við skráningarstöð flóttamanna í Berlin-Moabit þegar hann hvarf skyndilega. Móðir hans hafði komið til Þýskalands frá Bosníu í þeirri óraunsæju von að þau myndu fá hæli þar í landi.

Átta dögum eftir hvarf Mohamed birti lögreglan upptökur úr eftirlitsmyndavél en á þeim sást hann ganga hönd í hönd með ókunnugum manni. Það var móðir Silvio S. sem bar kennsl á son sinn. Hann játaði voðaverk sín fyrir móður sinni og hringdi á lögregluna.

Lík Mohamed fannst í plastpoka í farangursrými bifreiðar Silvio S. Það var hulið með kattasandi.

Grafið undir sumarhúsi

Saksóknari í málinu segir að Silvio S. hafi notað bangsa til að lokka Mohamed með sér. Hann var einnig svæfður með svefnlyfi og næsta dag reyndi Silvio S. að endurgera atriði úr klámmyndum með litla drengnum en hann er talinn hafa öskrað svo hátt að Silvio S. kyrkti hann.

En Mohamed lést ekki við það og því bar Silvio S. klút, vættan með klóróformi, að vitum hans og herti belti um háls hans.

Þegar lögreglan kom heim til Silvio S., í litla bænum Kaltenborn, játaði hann strax að hafa myrt Mohamed og skömmu síðar játaði hann að hafa myrt Elias. Lík hans fannst grafið undir sumarhúsi Silvio S.

Silvio S. hefur neitað að tjá sig fyrir dómi og ekki er vitað hvort hann muni segja nokkuð. Dómarinn hefur þegar beðið hann tvisvar um að tjá sig um voðaverkin því foreldra drengjanna eigi rétt á að vita hvað gerðist.

Nágrannar báru vitni

Sumarhúsaeigendur, nágrannar Silvio S., hafa borið vitni og lýst því að í ágúst á síðasta ári hafi hann komið með stóran plastkassa að sumarhúsi sínu. Nágranni sá hann síðan grafa með berum höndum og bauðst til að lána honum skóflu.

Nágranninn sagðist áfellast sjálfan sig fyrir að hafa lánað honum skóflu því Silvio S. hafi örugglega verið að taka gröf fyrir Elias.

Annar nágranni spurði Silvio S. hvað hann væri að gera og sagðist hann vera að grafa blómabeð.

Silvio S. er ákærður fyrir líkamsárásir, brottnám, kynferðislegt ofbeldi og morð. Dómur verður væntanlega kveðinn upp 21. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis