fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ali og Majed verða sendir úr landi í nótt: Laugarneskirkja opnar dyrnar – vona að fornar venjur veiti þeim friðhelgi

Lögreglan þarf að sækja mennina upp til altarisins – „Lögreglu verður mætt með virðingu“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2016 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þess vegna verður Laugarneskirkja opin þessum mönnum í nótt, í von um að fornar venjur um kirkjugrið geti reynst tæki til að knýja yfirvöld til að taka ábyrga, efnislega afstöðu til málefna einstakra hælisleitanda,“ segir í tilkynningu sem Toshiki Toma, prestur innflytjenda hér á landi og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur Laugarneskirkju hafa sent frá sér.

Í nótt, aðfaranótt þriðjudags 28. júní, verða Ali Nasir og Majed, hælisleitendur frá Írak, sendir frá Íslandi til Noregs. Þrátt fyrir alþjóðlegt samkomulag um að senda flóttafólk ekki til baka til heimalands síns, sendir Noregur flóttafólk frá suðurhluta Íraks til baka, með þeim rökstuðningi að þeim sé ekki hætta búin þar, að því er segir í tilkynningunni. Því er bætt við að sú stefna sé vel kunn Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála.

Þá segir að fyrr á öldum hafi þekkst að um kirkjur og Helga staði giltu lög sem tryggðu friðhelgi og grið, þeim sem þar leituðu skjóls gegn framgöngu valdhafa. Nánar má lesa um kirkjugrið á Vísindavefnum.

Í tilkynningunni kemur fram að kirkjan opni klukkan 4 í nótt og þau sem vilja megi standa við altarið, lesa úr ritningunni, fara með bænir eða eiga samtal. „Þegar lögreglan kemur að sækja mennina til að vísa þeim úr landi, sækir hún þá upp til altarisins. Lögreglunni verður mætt með virðingu og án viðspyrnu og verður henni gerð grein fyrir því hvaða merkingu þessi tiltekni staður hefur þegar kemur að mannhelgi og griðum,“ segir í tilkynningunni.

Í greininni á Vísindavefnum sem vísað er í hér að framan kemur meðal annars fram að þó lög sem vísað er til í umfjölluninni eigi ekki við í dag hafi reynt á kirkjugrið, jafnvel í lútherskum kirkjum og í nálægum löndum á okkar dögum.

„Þetta á einkum við þegar hælisleitendur stundum í hópum leita kirkjugriða og starfsfólk kirknanna kýs að fara að fyrrgreindum fyrirmælum, það er að veita húsaskjól og aðra nauðsynlega þjónustu þar til mál flóttafólksins hafa verið tekin fyrir. Stundum hafa yfirvöld virt kirkjugriðin að minnsta kosti tímabundið en einnig hefur verið ráðist til inngöngu og griðin þar með rofin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi