fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ólafur Ragnar óskar Guðna til hamingju

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 26. júní 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson sendir Guðna Th. Jóhannessyni kveðju og óskar honum til hamingju með sigurinn í kosningunum sem fóru fram í gær.

Ólafur Ragnar segir:

„Kæri Guðni.

Ég óska þér til hamingju með að vera kjörinn forseti Íslands og vona að farsæld fylgi þér í þeim ábyrgðarmiklu störfum sem senn taka við. Það er mikil gæfa að njóta slíks trausts íslenskrar þjóðar og geta með störfum forseta stuðlað að heill hennar og velgengni á komandi árum.

Við Dorrit óskum fjölskyldu þinni góðrar tíðar á Bessastöðum. Fegurð staðarins, andi sögunnar og svipmikil náttúra búa daglegu lífi einstæða umgjörð og við vonum að þið hjónin og börn ykkar munið njóta hér góðra stunda.

Með bestu óskum um farsæld á nýrri vegferð.

Ólafur Ragnar Grímsson“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“