fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Össur rýnir í kosningar: Andri Snær eða Davíð?

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 25. júní 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðendur tóku þátt í umræðuþætti á Rúv í gærkvöldi. Andri Snær Magnason, Davíð Oddsson, Guðni Th. og Halla Tómasdóttir tókust á í fyrri hluta þáttarins en í seinni mættu Ástþór Magnússon, Elísabet Jökulsdóttir, Guðrún Margrét, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson í sjónvarpssal.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar rýnir í kosningarnar sem fara fram í dag. Össur segir á Facebook:

„Eiginlega það eina sem er spennandi við kosningarnar á morgun er hvor þeirra Davíðs Oddssonar eða Andra Snæs nær þriðja sætinu.“

Hann bætir við:

„Frænka mín Elísabet Jökulsdóttur af Fremra-Hálskyninu hefur gert framboð sitt að stórkostlegum gjörningi og á víst a.m.k. eitt atkvæði á þessu þriggja atkvæða heimili.“

Össur kveðst ekki viss um að Guðni myndi þola tvær vikur í viðbót í kosningabaráttu en fylgi hans hefur minnkað töluvert að undanförnu en forskotið samkvæmt könnunum er þó mikið. Hann mun vinna örugglega að mati Össurar. Margir munu því kjósa taktísk og sleppa Guðna til að kjósa Höllu eða Andra, eða svo telur Össur.

„Halla er klárlega að geta frábært mót. Hún hefur komið mest á óvart, er alltaf „on-message“ og mun koma enn frekar á óvart annað kvöld. Andri? Ég er enn að velta því fyrir mér hvort hann hafi ekki rétt fyrir sér um að forsetaembættið sé svo erfitt að sá frambjóðandi sem eigi hjúkrunarfræðing að maka sé heppilegastur á Bessó.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun