fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Skotar ósáttir: Kusu að vera áfram í ESB

Kallað eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota frá Bretlandi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. júní 2016 09:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti kjósenda í Skotlandi kaus með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu en þrátt fyrir það er allt útlit fyrir að Bretar – þar á meðal Skotar – yfirgefi sambandið innan fimm ára.

Sem kunnugt er gengu Skotar til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014 um sjálfstæði frá Bretlandi. Þeir sem sögðu já, það er vildu sjálfstæði, voru 44,7 prósent en þeir sem vildu það ekki voru 55,3 prósent.

Gera má ráð fyrir því að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB verði vatn á myllu skoskra þjóðarnissinna sem vilja sjálfstæði frá Bretlandi. Fulltrúar skoska þjóðarnisflokksins (SNP) hafa þegar gefið það út að niðurstaða kosninganna sýni að stjórnarskrárleg kreppa ríki í Bretlandi. Þá hefur verið kallað eftir því að Skotar haldi aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Bretlandi í ljósi niðurstöðunnar.

Sem fyrr segir var vilji Skota nokkuð skýr í atkvæðagreiðslunni. Íbúar í öllum sveitarfélögum landsins kusu með áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu. Meirihluta íbúa í London og Norður-Írlandi kusu einnig með áframhaldandi veru Breta í sambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt