fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Guðni tapar fylgi en samt með afgerandi forystu

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Guðni Th. Jóhannesson verði næsti forseti Íslands

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. júní 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson er með 44,6 prósenta fylgi til embættis forseta Íslands. Þetta er samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup sem fjallað var um í hádegisfréttum RÚV.

Fylgi Guðna hefur minnkað nokkuð upp á síðkastið en fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann verði næsti forseti Íslands. Kosið verður á morgun. Guðni var með 51 prósents fylgi í síðasta þjóðarpúlsi. Halla Tómasdóttir er í 2. sæti með 18,6 prósenta fylgi og Davíð Oddsson í 3. sæti með rúmlega 16 prósenta fylgi. Ekki er marktækur munur á fylgi Höllu og Davíðs.

Könnunin sem um ræðir var gerð dagana 20. til 24. júní og var úrtakið 2.901. 1.651 svaraði, eða 56,9 prósent úrtaksins. Í frétt RÚV kemur fram að Halla hafi bætt við sig töluverðu fylgi frá síðustu könnun þegar hún mældist með 12,5 prósenta fylgi. Davíð stendur hins vegar í stað.

Andri Snær Magnason mælist með tæplega 16 prósenta fylgi og stendur hann nokkurn veginn í stað frá síðustu könnun. Sturla Jónsson mælist með 2,5 prósenta fylgi en aðrir minna. Tæplega 90 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni tóku afstöðu, en fjögur prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og um sjö prósent vildu ekki gefa upp afstöðu sína eða höfðu ekki ákveðið sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“