fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Forsetakosningar 2016: Leitin að fíflinu

Elísabet Jökulsdóttir forsetaframbjóðandi skrifar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. júní 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum forsetaframbjóðendum var boðið að senda framboðsgrein í helgarblað DV, þær munu allar birtast í dag á dv.is


Elísabet Jökulsdóttir skrifar:

Leitin að forseta er leitin að hirðfífli. Og hver er þá kóngurinn ef forsetinn er hirðfífl, það er auðvitað þjóðin, þrjú hundruð þúsund kóngar sem fá að kjósa sér hirðfífl sem segir allt sem þá langar til að heyra – sem verður að höfða til þeirra allra svo þeir afhöfði ekki fíflið. Málið er að það má ekki sjást að verið er að kjósa hirðfífl, þá yrði hlegið að okkur á alþjóðavettvangi. Fyrst kusum við forseta sem leit út einsog örn, þegar flestir hér voru krumpaðir og skældir, nýskriðnir útúr moldarkofanum.

Á Borginni hangir mynd af forseta og frú hans sem líta út einsog dæmd enda sektin óskapleg að hafa hjarað hér sem Íslendingur alla þessa tíð. Nú svo kom venjulegur maður sem kóngunum fannst fyndið að kjósa og skemmtu sér við í tólf ár, þá var kosin kona og það var svo fyndið að sá brandari dugði í 16 ár. Á eftir henni var kosinn forseti sem ekki var hægt að gera grín að og þjóðin skemmti sér konunglega við það, kóngarnir 300.000, og þá komu kosningar og kóngarnir urðu verulega pirraðir á hvað væru margir að bjóða sig fram en svo fóru línur að skýrast.

Kóngarnir höfðu enga stjórn á því hverjir voru að bjóða sig fram, allskonar rumpulýður sem skrifaði sjálfshjálparbækur, keyrði vörubíl, gerði ekkert, var í landsliðstreyju, hafði verið í útrás, vildi frið, opnaði biblíuna, vildi lýðræði og framtíð og þetta þótti kóngunum ekki fyndið. Hér hefur tíminn staðið í stað. Nú er efstur maður sem kann allt um sögu Íslands og það þykir kóngunum fyndið því þeir vita að saga Íslands er allt önnur saga og meira að segja lygasaga og ekki einusinni landnámið er rétt saga enda mun fleiri sem hafa múnað á Hlemmi en skráð er í bækur. Ofarlega á blaði er líka fátækur maður sem setti Ísland á hausinn, það þykir svo fyndið að hann hefur verið að skora hátt. Hann er líka eini maðurinn sem hefur gert grín að stríði svo kóngarnir vita ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta.

En þá var hvíslað í sumarnóttinni:
Við Ufsaklett vex túnfífill en það er gjörsamlega vonlaust fyrir kóngana að kjósa blómið – því til þess þurfa þeir sjálfir að breytast í blóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“