fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Ferskur i hfj með feitasta weedið eins og venjulega“

Bíræfnar auglýsingar fyrir fíkniefni á Facebook – Einni sölusíðu lokað, þrjár opnaðar í staðinn –

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. júní 2016 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað getur þú gert fyrir 3000 krónur? Ábyggilega tekið tvær bunur í sleggjuna eða góða máltíð á Metro,“ segir í auglýsingu sölusíðu á Facebook fyrir fíkniefni.

Ríflega þúsund meðlimir eru á síðunni og birtast þar auglýsingar í stórum stíl og eru uppfærðar reglulega. Sölumaðurinn sem minnst er á hér að framan vill að fólk hafi samband þegar það hefur ákveðið sig. Óákveðnir eru vinsamlegast beðnir um að halda sér til hlés. „Þú hringir […], ég svara „Halló“ og ég er ferskur. Ef þú ert ákveðinn: […].“

Lögreglan hefur tekið tímabil þar sem hún fylgist sérstaklega með síðum sem þessari og í fyrra var farið í sérstakt verkefni þar sem þær voru undir miklu eftirliti. Það er ekki einfalt mál að loka slíkum síðum fyrir fullt og allt og segir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að fyrir hverja síðu sem tekst að loka spretti þrjár nýjar upp í viðbót. Meðlimir geta verið allt upp í þrjú þúsund á síðunum.

Sökum manneklu og fjárskorts lögreglunnar hafa sölumenn því gott sem frjálsar hendur til að auglýsa fíkniefni til sölu, eins og á markaðstorgi.

Vopn, vændi og „bremsulaus í botni“

DV hefur áður fjallað um fíkniefna- og vændissölu á samfélagsmiðlum. Líkt og DV greindi frá á dögunum var LSD-ofskynjunarlyf, sérmerkt tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem lauk á sunnudag, auglýst til sölu á síðunni á Facebook. Sýran var auglýst sem „Secret Solstice LSD pappinn“, og er útlit hennar vísan í útlit og vörumerki hátíðarinnar. Sama sýra virðist enn vera til sölu ef marka má nýlega uppfærða auglýsingu.

Auglýsingarnar á þessari tilteknu síðu eru margar hverjar ansi bíræfnar og ljóst er að samkeppnin er hörð. Bæði er boðið upp á heimsendingarþjónustu og svo heildsöluverð ef keypt er í talsverðu magni. Frasar eins og „OG ÞETTA SVÍKUR ENGAN“ eru algengir sem og „BREMSULAUS Í BOTNI“. Aðrir auglýsa „sanngjarnt verð“ og „góða þjónustu“.

Greinilegt að mikið er í húfi við að koma efnunum í verð og öll trixin í bókinni notuð.

Á síðunni er einnig verið að leita uppi sölusíður fyrir vopn og þá er annar sem er að reyna að selja 200.000 volta Muscle Man- rafbyssu. Sá biður fólk að hafa samband í einkaskilaboðum.

[[4C9574B23C]]

„Eins og Pez“

Mjög hættuleg fíkniefni ganga kaupum og sölum á síðunum nánast eins og verið sé að selja sófasett eða jafnvel sælgæti en ekki umdeild og stórhættuleg fíkniefni. Til dæmis býður einn sölumaðurinn upp á e-pillur og líkir þeim við Pez, sælgæti sem fyrst og fremst er ætlað og markaðssett fyrir börn.

Pillurnar, eins og sjást hér til hliðar, eru einmitt líkar hauskúpum eða grímum. Sá hvetur fólk til að hafa samband sem fyrst, þar sem hann viti fyrir víst að varan muni klárast hratt. „Stærri sterkari og betri!“.

Á síðunni er reyndar talsvert úrval af MDMA-efninu og e-pillum þar á meðal sérstakar Secret Solstice-töflur, heiðgular. Sá sem auglýsir þær segir að þar sé „þrusu góð pilla sem svikur þig ekki“. Hjá viðkomandi er boðið upp á magnkaupaverð, tvær pillur eru á sex þúsund, fimm á fimmtán þúsund, en þegar keyptar eru 25 töflur lækkar verð á töflunni um fimm hundruð krónur og eru þær falar á tuttugu og fimm þúsund krónur.

„Ferskur i hfj með feitasta weedið eins og venjulega,“ segir í einni auglýsingunni, en af nógu er að taka þegar kemur að sölu kannabisefna.

Lyf sem skilgreind eru sem „læknadóp“, lyfseðilsskyld lyf, ganga einnig kaupum og sölum á síðunni. Þar er til dæmis seld tafla af lyfinu Concerta á fimmtán hundruð krónur en glasið er á þrjátíu þúsund.

Margir sölumennirnir benda á að þeir hafi opnunartíma, einn auglýsir tíu ára reynslu af ákveðinni gerð kannabisefna og sá biður fólk vinsamlegast ekki að óska eftir skiptum eða lánum.

Einni lokað, þrjár opnaðar

„Við skoðuðum fjöldann allan af síðum og settum fókusinn á nokkra sölumenn. Við náðum ágætis árangri, handtókum nokkra sala en haldlögðum ekki mikið af efnum. Við ræddum við Facebook og fengum þá til að loka nokkrum síðum. Þær spretta hins vegar upp. Þú lokar einni og það opna þrjár. Við fylgjumst alltaf með og sjáum miklar breytingar. Þegar þessar sölusíður voru að byrja að koma fram voru sölumennirnir og kaupendurnir ekki eins varkárir og þeir eru nú á flestum þessum síðum. Nú er fólk þarna undir dulnefnum, sölumennirnir nota símanúmer sem ganga kaupum og sölum manna á milli og eru að auki frelsisnúmer sem jafnvel eru dottin úr umferð nokkrum vikum síðar. Þar fyrir utan eru þessir aðilar oftar en ekki í smásölu, þá fáum við jafnvel ekki heimildir til þess að hlera, þar sem umsvifin ná ekki skilyrðum laganna til þess. Það flækir málin. En – við fylgjumst alltaf með.

Runólfur segist telja að það sé talsverður hluti smásölunnar sem fer fram á síðum sem þessari. „Það eru ansi margir inni á elstu síðunum, sem hafa verið lengi í umferð,“ segir hann.

Runólfur segir að þar að auki hafi lögreglan ekki mannafla eða fjárráð til að leggjast í mikið eftirlit með síðunum. Það komi þó vonandi til með að breytast enda ljóst að netglæpir séu að færast í vöxt hérlendis eins og þróunin sé reyndar um allan heim. Það sést vel á tölum frá Interpol og Europol og því mikilvægt að teygja starfsvið lögreglunnar lengra inn á þá braut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat