fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Sýra sérmerkt Secret Solstice

Nýtt herbragð dópsala – Auglýst á sölusíðu á netinu – LSD í tísku – Átta fíkniefnamál á hátíðinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. júní 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

LSD-ofskynjunarlyf sérmerkt tónlistarhátíðinni Secret Solstice,sem lauk á sunnudag, voru auglýst til sölu á einni af leynilegum dópsölusíðum Facebook. Sýran var auglýst sem „Secret Solstice LSD pappinn“, og er útlit hennar vísan í útlit og vörumerki hátíðarinnar. Lögreglan varaði nýlega við þeirri varhugaverðu þróun að LSD væri komið í tísku hjá ákveðnum hópi ungs fólks og mikil aukning sé í notkun þess. LSD var gert upptækt af lögreglu á hátíðinni, en þar var um að ræða nasistasýruna svokölluðu, sem varað hefur verið við vegna styrkleika hennar.

Ný tegund markaðssetningar

LSD hefur í gegnum tíðina oftar en ekki verið skrautlega myndskreytt en nú virðast framleiðendur og sölumenn farnir að markaðssetja skammtana eftir tilteknum viðburðum, eins og tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mjög líklega sé þetta nýlunda í markaðssetningu á fíkniefnum hér á landi, að sérsníða þau með þessum hætti að tilteknum viðburði.

Leynilegar dópsölusíður á Facebook eru fjölmargar og þar gengur stafrófið af fíkniefnum kaupum og sölum.
Auglýst á Facebook Leynilegar dópsölusíður á Facebook eru fjölmargar og þar gengur stafrófið af fíkniefnum kaupum og sölum.

Mynd: Skjáskot

Skammtur á 3.000

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá birtist auglýsing fyrir Sólstöðusýruna í lokuðum og leynilegum hópi á Facebook þar sem fíkniefni af öllum toga ganga kaupum og sölum eins og áður hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Skammturinn af Sólstöðusýrunni kostar samkvæmt auglýsingunni 3.000 krónur, en þó er hægt að kaupa 10 skammta á 25 þúsund krónur. Sölumaðurinn kveðst í auglýsingunni vera staðsettur í Laugardalnum og sé kominn með „besta pappann á markaðinum“ sem allir hafi verið „drullu sáttir“ með og hann aðeins fengið jákvæð viðbrögð frá notendum. Ekki náðist í símanúmerið sem gefið er upp í auglýsingunni, þegar DV sló á þráðinn.

Í samtali við DV segir einstaklingur sem skráður er meðlimur á sölusíðum sem þessum að hann hafi orðið var við mun meira af auglýsingum fyrir LSD að undanförnu og framboðið sé augljóslega mikið.

Átta fíkniefnamál

„Það eru bókuð átta mál er varða fíkniefni. Haldlögð kannabisefni, amfetamín, kókaín, e-töflur og LSD. Ekkert í neinu verulegu magni,“ segir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar. Hann segir að framkvæmd hafi verið húsleit á tveimur stöðum í framhaldi af tveimur málunum og þar fundist meiri fíkniefni, en þó ekki í neinu stórfelldu magni. Til samanburðar þá komu upp 39 fíkniefnamál á sömu hátíð árið 2014.

Meðfylgjandi mynd birti lögreglan af nasistasýrunni varhugaverðu síðastliðinn vetur. Slík sýra var gerð upptæk á Secret Solstice um helgina.
Nasistasýra Meðfylgjandi mynd birti lögreglan af nasistasýrunni varhugaverðu síðastliðinn vetur. Slík sýra var gerð upptæk á Secret Solstice um helgina.

Hið haldlagða LSD reyndist ekki vera hin sérmerkta Sólstöðusýra, heldur svokölluð nasistasýra, sem merkt er hakakrossi. Lögreglan varaði sérstaklega við henni síðastliðinn vetur þar sem hún var sögð einkar öflug og hættuleg. Þá sé hún í töfluformi og því hafi komið fyrir að fólk hafi neytt hennar í þeirri trú að um væri að ræða e-töflu.

Flest málin á hátíðinni voru að sögn Runólfs leyst á vettvangi en í húsleitunum tveimur voru framkvæmdar handtökur.
DV leitaði viðbragða hjá Ósk Gunnarsdóttur, talskonu og einum skipuleggjanda Secret Solstice, við hinni sérmerktu sýru en fyrirspurninni var ekki svarað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“