fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Allt brjálað í Marseille: Rússar og Englendingar slógust – einn í lífshættu

Fjölmargir slasaðir eftir að áflog brutust út á milli stuðningsmannanna

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 11. júní 2016 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn stuðningsmaður enska landsliðsins er sagður þungt haldinn eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í frönsku borginni Marseille í dag. Ráðist var á manninn í hópslagsmálum sem brutust út á milli stuðningsmanna enska landsliðsins og þess rússneska en liðin eigast við á EM í fótbolta í kvöld.

Við vekjum athygli á því að myndir sem birtast hér neðst í fréttinni kunna að vekja óhug hjá fólki.

Óeirðarlögreglan var kölluð á svæðið og hefur hún notað vatnsúðara og táragas til að hafa hemil á stuðningsmönnunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð í Marseille sem slagsmál milli stuðningsmanna brjótast út. Í öll skiptin hafa stuðningsmenn enska landsliðsins átt hlut að máli.

Að því er fram kemur í frétt The Provence var stuðningsmanninum sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi veitt fjölmörg höfuðhögg. Ástand hans er sagt alvarlegt og hann sagður vera í lífshættu.

Mail Online hefur rætt við stuðningsmenn enska liðsins í Marseille og segir þeir að stuðningsmenn rússneska liðsins hafi átt upptökin að slagsmálunum. Fjölmargir stuðningsmenn enska liðsins eru sárir eins og myndirnar með fréttinni bera með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu