fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Móðir dæmd fyrir brot gegn börnum sínum: Sló dóttur sína og kallaði hana „píku“

Veittist að og sló börn sín ítrekað – „Þú ert eins og drusla“

Auður Ösp
Föstudaginn 6. maí 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ítrekað brotið gegn börnum sínum á árunum 2012 til 2015. Konan var meðal annars ákærð fyrir að hafa slegið bæði börn sín í andlitið og fyrir að hafa haft í frammi meiðandi og gróft orðbragð við dóttur sína.

Fram kemur í dómnum að sú ákærða hafi meðal annars á þessu þriggja ára tímabili veist að dóttur sinni og slegið hana í andlitið, eftir að ágreiningur kom upp milli barnsins og ákærðu um vinkonuval barnsins. Þá hafi hún slegið son snn í andlit og togað í eyra hans, eftir yfirlýsingu hans um að hann mundi frekar drepa sig heldur en fara með ákærðu út.
Þá hafi hún ítrekað eftirfarandi meiðandi og gróft orðbragð við dóttur sína: „haltu kjafti“, „píka“, „ég hata þig“, „þú ert ógeðsleg“ og „þú ert eins og drusla“.

Þá kemur fram að barnavernd hafi gert lögreglu viðvart um átök á milli konunnar og annars barna hennar, í ágúst 2015. Kom fram í tilkynningunni að ástandið á heimilinu væri erfitt og jafnframt að ákærða beitti bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þá kom fram að mikil drykkja væri á heimilinu sem bitnaði á börnunum tveimur. Í framhaldi af þessari tilkynningu voru börnin vistuð utan heimilis.

Í skýrslutöku hjá lögreglu og í Barnahúsi lýstu bæði börnin líkamlegu og andlegu ofbeldi sem þau höfðu orðið fyrir af hálfu móður sinnar sem drykki daglega. Lýsti stúlkan því meðal annars að móðir hennar hefði slegið hana svo föstu höggi í andlitið að það fór að blæða og drengurinn sagði móður sína hafa lamið hann ítrekað, rifið í hár hans og öskrað á hann.

Fyrir dómi játaði móðirin sök að mestu leyti en gaf ákveðnar skýringar á hegðun sinni og réttlætti hana með því hegðun barna hennar hefði verið óviðunandi. „Hafa verður hliðsjón af því að brot hennar beindust að ungum börnum hennar sem bjuggu á heimili hennar og hún bar ábyrgð á. Með þessari háttsemi sinni brást hún því trausti sem börn eiga að bera til móður“ segir í dómnum en rétt þótti að dæma konuna í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Þá er henni gert að greiða börnum sínum 300.000 krónur í miskabætur og helming alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“