fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Jónas ekki hrifinn: „Guðni er gamla Ísland“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 6. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri sagði í pistli á heimasíðu sinni í byrjun mánaðarins að Guðni Th. Jóhannesson ætti möguleika á að leggja Ólaf Ragnar Grímsson. En Guðni lýsti yfir framboði í gær og var því fagnað víða. Í pistli Jónasar sagði:

„Andri Snær Magnason er hins vegar með mun minna fylgi, þótt allir þrír skari fram úr öðrum. Þá kæmi sterklega til álita, að Andri Snær dragi sig til baka til að efla líkur Guðna.“

Sagði Jónas í gær að Andri Snær mætti hugleiða að víkja fyrir Guðna því þá væri meiri líkur á að sigra Ólaf Ragnar. Bætti Jónas við að öðrum þræði snerist það um að fella þaulsetinn forseta og hinsvegar að kjósa nýjan. Bætir Jónas við að hann hafi haft fyrirvara á þar sem hann hafi vitað lítið um stöðu Guðna. Nú efast Jónas um kosti frambjóðandans og segir:

„Olli mér vonbrigðum. Er ekki nýja Ísland eins og Andri Snær. Bara snyrt útgáfa af ónýta Íslandi. Talar eins og hann virði lítils stjórnarskrárferil síðustu sjö ára. Eins og nú þurfi enn að byrja á núlli. Það er útilokað,“ segir Jónas og bætir við að lokum: „Ferlið er að baki og nú duga ekki fleiri undanbrögð. Við þurfum stjórnarskrána STRAX.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“