fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Hælisleitendur reyndu að komast um borð í skip við Sundahöfn í nótt

Voru stöðvaðir af lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn á athafnasvæði Eimskipa við Sundahöfn á þriðja tímanum í nótt. Í dagbók lögreglu kemur fram að mennirnir, sem eru hælisleitendur, hafi reynt að komast um borð í millilandaskip. Þeir voru vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Þá voru sex ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þar á meðal var einn sautján ára ökumaður sem ók gegn einstefnu á Vesturgötu rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var foreldri gert viðvart, að sögn lögreglu.

Tilkynnt var um slys á veitingahúsi við Austurstræti klukkan tvö í nótt, en þar hafði kona dottið og fengið sár á höfuðið. Þá var tilkynnt um reiðhjólaslys a Krísuvíkurvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi, en þar hafði maður dottið af reiðhjóli. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild og er mögulega viðbeinsbrotinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“