fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðni Th. staðfesti það sem allir vissu: Ætlar í forsetaframboð

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, rithöfundur og sagnfræðingur, boðaði til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar staðfesti hann það sem allir vissu, hann ætlar í forsetaframboð. Fundarboðið eitt og sér síðastliðinn sunnudag var sterkasta vísbendingin um að Guðni ætlaði fram og eftir því sem leið á vikuna bættust fleiri við. Þannig greindi dv.is frá því að á heimasíðu ríkisskattstjóra væri að finna félag sem heitir: „Félag um forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar.“

Það félag stofnaði Guðni á mánudag. Þá var Guðni spurður af hverju hann hefði valið þennan dag til að tilkynna um framboð sitt. Svaraði Guðni á þessa leið:

„Það er skemmtileg tilviljun. Það eru svo margar tilviljanir í þessu lífi,“ svarar Guðni: ,,Svo er annað, fyrsta forsetakjörið á Íslandi var 29. júní 1952 en forsetaefnin sem þá voru í framboði tilkynntu um ákvörðun sína 9. maí. Nú er þetta 25. júní og því ekki þá að hafa þetta 5. maí, alveg nákvæmlega sama frest og þá var. Ákvörðunin, hver sem hún verður, verður tilkynnt þennan dag, 5. maí. Það er margt sem kallar á að þessi dagur verði sögulegur í þessu samhengi.“

Á fundinum sagði Guðni:

„Fólkið í land­inu á að finna að for­set­inn sé ekki í einni fylk­ingu frek­ar en ann­arri en að hann verði fast­ur fyr­ir þegar á þarf að halda og leiði mál til lykta þegar þau kom­ast í öngstræti […] For­set­inn er fyrst og fremst mál­svari allra Íslend­inga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu