fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Dorrit: Ég hef aldrei rætt fjármál foreldra minna við Ólaf

Sendir frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttaflutnings af tengslum hennar og fjölskyldu hennar við aflandsfélög

Auður Ösp
Fimmtudaginn 5. maí 2016 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttaflutnings undanfarna daga þar sem greint er frá tengslum hennar og fjölskyldu hennar við aflandsfélög í skattaskjólum. Líkt og DV greindi frá á dögunum er forsetafrúin sögð tengjast minnst fimm bankareikningum í Sviss í gegnum fjölskyldu sína og að minnsta kosti tveim aflandsfélögum.

Reykjavík Media greindi fyrst frá málinu en þar segir að fjölskylda Dorritar hafi átt reikninga með allt að 80 milljón dollara innistæðum í HSBC bankanum í Sviss árin 2006 og 2007, en Dorrit virðist þó sjálf ekki hafa komið að flestum reikningunum. Samkvæmt upplýsingum frá HSBC tengist Dorrit félaginu Jaywick Properties Inc á Bresku jómfrúareyjunum og var einnig skráð fyrir hlut í Moussaieff Sharon Trust.

Fjölmiðlar hafa undanfarna daga reynt ítrekað að fá viðtöl við Dorrit og Ólaf Ragnar vegna málsins en ekki tekist. Forsetafrúin hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún óskar að leiðrétta þær rangfærslur sem hún telur að fjölmiðlar hafi flutt af fjármálum fjölskyldu hennar.

Seg­ist hún aldrei hafa rætt fjár­mál fjöl­skyldu sinn­ar við eig­in­mann sinn Ólaf Ragn­ar Gríms­son for­seta, þar sem um sé að ræða einka­mál for­eldra sinna. Þá segist hún aldrei hafa átt bankareikning í HSBC bankanum eða verið viðskiptavinur bankans.

Yfirlýsingin í heild sinni

„There has been speculation and inaccurate statements and assertions made in various press articles. In order to set the record straight I wish to make the following clear:

  1. Ég hef aldrei átt I have never had a bank account with HSBC nor have I been a client of that bank.

  2. Reference has been made linking me to a company called Jaywick Properties Inc. Jaywick was a company related to my parents and was wound up in 2001. I did not receive any benefit from Jaywick before or after it was wound up.

  3. When I was resident in Iceland I made disclosures to the Icelandic tax authorities of my relevant interests. I also provided the Icelandic tax authorities with a copy of my tax return to the United Kingdom tax authorities.

  4. I have never discussed my families’ financial affairs or arrangements with my husband as these are my parents’ private arrangements.

  5. I am now resident in the United Kingdom where I have also made relevant disclosure to the United Kingdom tax authorities.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala