fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

20 ára fangelsi fyrir barnaníð

Dvelur í einu illræmdasta fangelsi Grikklands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. maí 2016 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur karlmaður að nafni Douglas Barr hefur verið dæmdur í 20 ára fangelsi á Krít fyrir svívirðilegt kynferðisofbeldi gagnvart þarlendum börnum. Mun hann hafa haldið ungum fórnarlömbum sínum föngnum í kjallara þar sem hann misþyrmdi þeim.

Daily Mail greinir frá en þar kemur fram að Barr hafi flutt til Krítar ásamt eiginkonu sinni árið 2007. Mun hann hafa lifað þar í vellystingum og haldið sér uppi á bótum frá breska ríkinu.

Var hann fangelsaður í janúar á síðasta ári fyrir ölvunarakstur og fyrir að hafa ógnað manni með byssu. Munu tvær ungar stúlkur hafa stigið fram á meðan hann sat inni og sagt frá því að Barr hefði nauðgað þeim.

Fyrir dómi lét lögfræðingurinn Notis Fyllakis þau orð falla að Barr væri djöfullinn sjálfur holdi klæddur, og gersneyddur allri siðferðiskennd. Kona hans mun hafa yfirgefið landið skömmu eftir að hann var handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi