fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Vill að „þingmaður lágkúrunnar“ verði beðinn afsökunar

Skítaleiðangur þingmanns

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvenær biðja þau Björn Val afsökunar?“ spyr Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar á Facebook. Þar vísar Össur í umræður sem áttu sér stað á Alþingi þann 18. mars síðastliðinn. Þar kallaði Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, myndi svara fyrir fjármál sín en þá hafði komið fram að eiginkona Sigmundar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, væri skráð fyrir aflandsfélagi á Bresku Jómfrúareyjunum.

Björn Valur var harðlega gagnrýndur af stjórnarliðum og talaði Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins um þingmenn lágkúrunnar. Þá sagði Gunnar Bragi Sveinsson um Björn Val í ræðustól:

„En að fara í þennan skítaleiðangur sem háttvirtur þingmaður vinstri grænna virðist leiða hér er algjörlega sorglegt og það er það sem er að gera út af við traust á Alþingi.“

Össur gerir umræðurnar að umtalsefni í tilefni skýrslu fjármálaráðherra sem hann flutti í dag. Össur segir:

„Þegar hinn ódeigi varaformaður VG, Björn Valur Gíslason, gerði aflandsreikninga skattaskálka fyrst að umræðuefni í sölum Alþingis réðust ráðherrar og þingmenn stjórnarflokkanna að honum og kölluðu hann „þingmann lágkúrunnar.““

Össur heldur áfram:

„Í dag flutti fjármálaráðherra skýrslu þar sem hann lýsti brýnni nauðsyn á að uppræta skattsvik gegnum slík félög. Síðan tók hann undir með hugmyndum sem er að finna í tillögum sem bæði Samfylkingin og VG hafa lagt fram á þinginu. – Er ekki kominn tími á að einhver biðji Björn Val afsökunar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu