fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Skammtímaleiga bönnuð í Vík í Mýrdal

Sveitarstjórnin segir bannið sporna gegn því að þeir sem séu í bænum greiði ekki skatta og skyldur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitastjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðarhúsnæðis í skammtímalegu. Morgunblaðið greinir frá.

Að sögn Ásgeirs Magnússonar, sveitarstjóra Mýrdalshrepps, er bannið sett til að tryggja betur að þeir sem eiga fasteignir í bænum greiði sína skatta og skyldur þar, ekki einungis fasteignagjöld.

„En viljum líka búa hér í venjulegu, hefðbundnu samfélagi, þar sem íbúarnir stunda vinnu á staðnum og greiða sína skatta og skyldur,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. Á vefsíðu Airbnb má sjá að í Vík er að finna 49 leigurými. Sveitarstjórinn greindi einnig frá því við blaðið að ekki yrði fleiri leyfi gefin út og að ákvörðunin tæki gildi strax.

Þann 1. maí síðastliðinn tóku í lög gildi í Berlín, þar sem útleiga Airbnb íbúða var bönnuð, nema að fengnu leyfi frá stjórnvöldum.

Sjá einnig: Airbnb bannað í Berlín: Reyna að sporna gegn háu leiguverði

Í Mýrdalshrepp búa um 540 manns en gistirými á svæðinu eru um 1.300, sem gera um 2,4 gistirými á hvern íbúa sveitarfélagsins. Leyfin sem nú þegar eru útgefin til skammtímaleigu í sveitarfélaginu haldast óbreytt til ársins 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu