fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ómar sendir neyðarkall: „Heyrir enginn? Hlustar enginn?“

„SOS, þetta er neyðarkall,“ segir Ómar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„SOS, þetta er neyðarkall,“ segir fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Þar skrifar Ómar um Mývatn og segir hann að nú standi yfir „kyrking einstæðs og heimsfrægs lífríkis“ vatnsins og hún sé vel á veg komin.

„Og það er stórfelld virkjanasókn með tilheyrandi umhverfis- og náttúruspjöllum austan og norðan vatnsins á teikniborðunum. Kyrking er oft hljóðlát. Þessi kyrking hefur líka verið hljóðlát en markviss í áratugi. Aðra niðurstöðu er erfitt að draga af skelfilegri hnignun einstæðs lífríkis vatnsins, þótt þetta líflát hafi fengið að viðgangast vegna þess að kröfunni um að náttúran sé látin njóta vafans hefur í bráðum hálfa öld verið snúið við,“ segir Ómar.

Mynd: Sigtryggur Ari

Hann segir að sótt hafi verið að vatninu og nágrenni þess úr þremur áttum. „Fyrst með Kísiliðjunni og séð fyrir framgangi hennar með því að gera það ævinlega að stórfrétt dagsins, þegar minnstu merki hefur mátt sjá um að starfsemi hennar gæti lagst niður, hrópað úlfur! úlfur! – mannlíf og byggð í Mývatnssveit í hættu! Síðan var Kísiliðjan lögð niður af markaðsástæðum, úlfurinn kom aldrei og það þótti ekki nein frétt,“ segir Ómar og bætir við að í stað Kísiliðjunnar hafi aðfarir að þessari náttúruperlu komið úr tveimur áttum.

„Ferðamannasprenging og virkjanaæði. Annars vegar margfaldur ferðamannastraumur og umsvif við vatnið án þess að séð verði að neitt hafi verið gert til að verja lífríki þess. Hver hefur bent á annan. Allir uppteknir við að græða án þess að neinu sé kostað til varnaraðgerða gegn umhverfisáhrifum. Hins vegar ekki minni aðför að lífríki og einstæðri jarð- fræðilegri náttúru Mývatnssveitar í formi áforma um 90 megavatta jarðvarmaorkuvers rétt austan við austurbakka vatnsins og stórfellda stækkun Kröfluvirkjunar með sókn virkjana inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið,“ segir Ómar og bætir við að það sé svæði sem eigi engan sinn líka jörðinni.

„Mat á umhverfisáhrifum þessara virkjana, sem búið er að gera fyrir Landsvirkjun, er hræðilegra en tárum taki vegna þess hvernig að verki er staðið. Já, þetta er Ísland í dag: „Fólk dreymir um fé og frama / í ferlegu umhverfisdrama / með eyðingu og aðför / við alvaldsins fótskör / og öllum er andskotans sama.“ SOS – þetta er neyðarkall. Svipað neyðarkall var sent í grein í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum. Heyrir enginn? Hlustar enginn? Á þetta að vera svona áfram?,“ spyr Ómar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi