fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Hrannar ráðinn aðstoðarmaður Lilju

Hætti við forsetaframboð á dögunum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra. Hann hóf störf í dag, 4. maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Hrannar er 42 ára og með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hann starfaði hjá Vodafone frá 2007 til 2014, síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs-, lögfræði- og samskiptamála. Hann hefur starfað sjálfstætt frá þeim tíma og sinnti meðal annars að tímabundnum verkefnum í forsætisráðuneytinu.

Áður var Hrannar fréttamaður á Ríkissjónvarpinu og upplýsingafulltrúi hjá Íslenska álfélaginu hf. Þá hugðist Hrannar bjóða sig fram í embætti forseta Íslands en hætti við framboðið á dögunum.

Hrannar er félagsfræðingur að mennt, fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann er kvæntur Margréti Arnardóttur, vélaverkfræðingi og viðskiptafræðingi. Þau eiga samtals fjögur börn og búa í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“