fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Greta tjáir sig um hina umdeildu mynd – „Einbeitum okkur að því jákvæða … “

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Val Fréttablaðsins á forsíðumynd hefur vakið athygli. Líkt og flestum ætti að vera kunnugt um nú var söngkonan Greta Salóme á forsíðunni og eru skiptar skoðanir um myndina. Þeir sem gagnrýna myndina segja einblínt um of á líkamshluta Gretu. Forsvarsmenn Eurovision söngvakeppninnar hafa fjarlægt umdeilda ljósmynd úr myndasafni keppninnar.

Jónatan Garðarsson, farastjóri íslenska hópsins, sagði að hópurinn myndi ekki tjá sig um forsíðumyndina. DV.is náði tali af Gretu Salóme og óskaði eftir viðbrögðum hennar á myndinni.

„Það eina sem ég hef um þetta að segja er að þetta styrkir okkar boðskap,“ svaraði Greta og bættir við: „Við erum öll sannfærðari í dag en í gær um að boðskapur lagsins sé svo sannarlega þarfur“.

Greta vildi ekki svara hvort hún væri ósátt við að myndin birtist á forsíðu Fréttablaðsins. Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að Paul Jordan, yfirmanni fjölmiðlasviðs Eurovision-keppninnar, hafi borist beiðni um að myndin yrði fjarlægð. Greindi hann frá því að íslenski hópurinn hefði fundist myndin óviðeigandi. Paul sagði:

„Það var aldrei ætlun okkur að móðga eða særa Gretu Salóme né íslenska hópinn. Við höfum beðið forsvarsmann íslenska hópsins afsökunar og biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem hún kann að hafa valdið.“

Í samtali við blaðamann dv.is vildi Greta ekki svara hvort hún væri ósátt við að myndin birtist á forsíðu Fréttablaðsins. En Gretu er mikið í mun að benda á það jákvæða en dv.is hafði eftir Gretu fyrir skömmu að Íslendingar heyri stöðugt neikvæðar raddir í samfélaginu og mikilvægt sé að láta jákvæðu raddirnar heyrast og vera hvetjandi. Greta segir einnig á Facebook í kvöld:

„Einbeitum okkur að því jákvæða það er nóg af neikvæðni þarna úti!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu