fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Móabarðsmálið enn í lás

Enn beðið eftir niðurstöðu sérfræðings – Engar vísbendingar á 3 mánuðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. maí 2016 20:20

Enn beðið eftir niðurstöðu sérfræðings – Engar vísbendingar á 3 mánuðum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn eftir endanlegum niðurstöðum réttarlæknisfræðings sem fenginn var til að fara yfir gögn og áverka konunnar í Móabarðsmálinu svokallaða. Málið vakti mikinn óhug þegar það kom upp um miðjan febrúar síðastliðinn en nú, rúmum þremur mánuðum síðar, er rannsókn málsins enn í lás.

Líkt og DV greindi frá í síðasta mánuði bárust lögreglu bráðabirgðaniðurstöður sérfræðingsins fyrir þó nokkru síðan en þá var enn beðið endanlegrar niðurstöðu. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er enn beðið. Árni ítrekar það sem fram kom í DV í apríl síðastliðnum að niðurstöður réttarlæknisfræðings verði ekki gefnar upp.

Rannsókn málsins hefur því ekki verið hætt en ljóst er að málið er farið að kólna verulega. Engar nothæfar vísbendingar hafa borist síðan lögregla óskaði liðsinnis almennings, enginn hefur verið handtekinn og lögreglan því haft úr litlu sem engu að moða í leit sinni að hinum ókunnuga árásarmanni sem á að hafa lagt til atlögu í tvígang með skömmu millibili gegn sömu konunni á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði.

Eins og DV greindi frá voru meðal þeirra áverka sem voru á konunni að tiltekið tákn var rist á kvið hennar. Málið vakti mikinn óhug í þjóðfélaginu enda án fordæma að árásarmaður sitji með þessum hætti um tiltekinn þolanda, sæti færis og láti til skarar skríða í tvígang á sama stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat