fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Farþegar sem mæta seint að brottfararhliðinu fá ekki að fara með

Með þessu móti ætlar Easy Jet að auka stundvísi sína

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 31. maí 2016 11:30

Með þessu móti ætlar Easy Jet að auka stundvísi sína

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar reglur breska lággjaldaflugfélagsins Easy Jet heimilar félaginu að neita farþegum sem eru ekki mættir að brottfararhliðinu 30 mínútum fyrir brottför að fara um borð í vélina. Með þessu móti ætlar flugfélagið að auka stundvísi sína.

Samhliða þessari nýju reglugerð er farþegum nú frjálst að bæta svokallaðri seinkunar-tryggingu ofan á verð flugmiðans þegar hann er bókaður. Engu máli skiptir af hverju farþeginn mætir ekki í eigið flug. Tímaramminn frá því að flugið fer og þar til farþeginn þarf að vera búinn að gefa sig fram eru fjórar klukkustundir. Þá kemst farþeginn í næsta lausa flug eða getur fengið fargjaldið endurgreitt.

Tryggingin kostar 7 og hálft pund eða sem nemur 1400 krónum ISK: Þeir sem ekki kaupa trygginguna og mæta of seint að hliðinu þurfa að borga 80 pund, sem eru tæpar 15 þúsund krónur ISK, til að komast í næsta flug.

Að sama skapi hefur starfsfólk Easy Jet komið því í gagnið á Gatwick flugvelli að farþegar sem ætla í gegnum öryggisleit þegar 30 mínútur, eða styttra, er í flug komast ekki í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“