fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Leið fimm hættir að keyra í Hádegismóa

Leið 16 eða 18 tekur við akstrinum

Kristín Clausen
Mánudaginn 30. maí 2016 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samgöngustjóri Reykjavíkur tekur undir tillögu um leiðarkerfisbreytingar hjá strætó sem felur í sér að akstri leiðar fimm í Hádegismóa verður hætt þegar haustáætlun Strætó bs. tekur gildi í ágúst.

Of kostnaðarsamt

Í minnisblaði til samgöngustjóra kemur fram að áætlaður kostnaður við akstur leiðarinnar sé fjórar milljónir króna á ári en samkvæmt farþegatalningu stígi að meðaltali aðeins fjórir um borð í vagninn aðra áttina og enginn í hina á virkum degi. Með því að hætta akstri um Hádegismóa verði leiðin sömuleiðis beinni og taki styttri tíma fyrir aðra farþega.

Leið sextán eða átján í Hádegismóa

Í minnisblaðinu segir sömuleiðis að skynsamlegra væri að láta leið sextán aka inn í Hádegismóa í stað leiðar fimm. Samgöngustjóri tekur einnig undir þá tillögu að leið átján aki um nýjan veg, Fellsveg, sem spari tíma í akstri. Af þeim tveimur möguleikum sem lagðir voru til á akstursleið milli Úlfarsárdals og Grafarvogs, telur samgöngustjóri að leiðin um Lambhagaveg og Reynisvatnsveg sé betri, bæði sé hún styttri og beinni og tryggi þjónustu við stúdentagarða við Reynisvatnsveg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”