fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Árni Páll kveður: „Við verðum ekki sögulaus flokkur“

Eldhúsdagsumræður á Alþingi í kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 30. maí 2016 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.

Árni Páll gerði stöðu Samfylkingarinnar meðal annars að umtalsefni í ræðu sinni, en hann mun sem kunnugt er láta af embætti formanns Samfylkingarinnar um næstu helgi. Árni Páll sagði að Samfylkingin muni mæta til leiks í haust með nýja liðsskipan en sígildan leiðarvísi. Samfylkingin sé stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og þekki þau mistök sem gerð hafa verið.

„Þjóðin sýnir í viðhorfskönnunum að hún er óþreyjufull og vill skýra sýn á framtíðina. Fylgissveiflur eru fordæmalausar. Við skiljum skilaboðin sem okkur hafa verið send og þess vegna er þetta í síðasta sinn sem ég ávarpa ykkur sem formaður Samfylkingarinnar úr þessum ræðustól,“ sagði Árni.

„Við munum mæta til leiks í haust með nýja liðsskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel: Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti. Við verðum ekki sögulaus flokkur. Við erum stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hefur staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl – hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni Páll meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala