fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Anítu var sagt að það væri ekkert mál að missa fóstur

Gagnrýnir lélegt upplýsingaflæði, skort á samkennd og alltof langa bið.

Kristín Clausen
Mánudaginn 30. maí 2016 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lá öll blóðug í baðkarinu og beið eftir að komast á spítalann.“ Þetta segir Aníta Rún Guðnýjardóttir en hún varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu þann 1. apríl síðastliðinn að missa fóstur eftir tæplega 8 vikna meðgöngu. Aníta er ósátt við viðmótið sem hún fékk á spítalanum. Hún gagnrýnir lélegt upplýsingaflæði, skort á samkennd og alltof langa bið.

Skammvinn gleði

Í samtali við DV segir Aníta að þegar sonur hennar, Baltasar Leví, var sjö mánaða komst hún að því að hún ætti von á sínu öðru barni. „Það fyrsta sem ég hugsaði og sagði upphátt var “FOKK.” Enda fannst mér ég alls ekki vera tilbúin að eiga annað barn.“

Næstu tvær vikurnar var Aníta í mikilli afneitun en það breyttist þó um leið og hún sá litla baun með hjartslátt í snemmsónar í lok mars. Hún sá fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi stækka og Aníta og unnusti hennar, Daníel, íhuguðu að ljóstra upp kyninu þegar brúðkaupstertan væri skorin en þau ætla að gifta sig í sumar.

Gleðin varð þó skammvinn en einum og hálfum sólarhring eftir að Aníta fór í snemmsónar byrjaði að blæða. Í fyrstu taldi hún að um milliblæðingu væri að ræða en eftir því sem blæðingin varð meiri fór Anítu að gruna að eitthvað gæti verið að.

Mjög brennd eftir símtalið

Hún fékk aftur tíma hjá kvensjúkdómalækni þann 1. mars sem fullvissaði hana um að allt væri í lagi. „Þvílíkur léttir sem heimsóknin var. Ég fékk tvær myndir af þessari litlu klessu og hugsaði hvort það kæmi kannski stelpa í þetta skipti.“

Á þessum tímapunkti fann Aníta sterkt fyrir því hversu mikið hún var búin að tengjast fóstrinu. Blæðingin hélt þó áfram og seinna um daginn var hún komin með mikla verki.

Mynd: Úr einkasafni

Aníta hringdi á Landspítalann og var gefið samband inn á nokkrar deildir sem allar vísuðu henni eitthvað annað. Aníta þurfti því að útskýra sögu sína aftur og aftur áður en henni var loksins gefið samband við rétta deild.
Þar svaraði hjúkrunarfræðingur símanum en Aníta segist mjög brennd eftir símtalið þar sem konan hafi verið svo hvöss í símann og talað eins og það væri ekkert mál að missa fóstur, þar sem það gerðist nú í eitt af hverjum sex skiptum.

Skelfilegt viðmót og löng bið

„Ég fór að gráta í símann af því að viðmótið frá henni var svo skelfilegt,“ segir Aníta og bætir við: „Mér hefði aldrei dottið til hugar að kona í þessu starfi gæti talað svona til konu sem væri að missa fóstur.“
Stuttu síðar þegar verkirnir voru nánast orðnir óbærilegir fann Aníta þegar hún sat á salerninu að hún skilar út blóðugum slímköggli á stærð við golfkúlu. „Ég vissi að þetta væri fóstrið.“

Í framhaldinu fór Aníta alblóðug í bakarið til að skola af sér áður en hún fór á spítalann þar sem hún vildi vita hvort allt hefði skilað sér þar sem blæðingin var enn gríðarlega mikil.

„Þegar þangað er komið tók við eins og hálfs klukkutíma bið.“ Í fyrstu skoðaði nemi Anítu sem taldi jafnvel að fóstrið væri enn á sínum stað. En eftir nánari skoðun sást að fóstrið væri farið.

„Ég var svo sem búin að undirbúa mig undir það,“ segir Aníta.

Kennir sjálfri sér um

Aníta segist oft kenna sjálfri sér um að svona hafi farið. Í bloggfærslu á síðunni Lady sem hún heldur úti ásamt nokkrum öðrum konum segir Aníta meðal annars: „Ég hugsaði svo illa um fóstrið, ég vildi það ekki til að byrja með, ég vildi ekki vera ófrísk í brúðkaupinu. Þetta gerðist pottþétt af því að ég tók ekki inn flólinsýru strax.“

Mynd: Úr einkasafni

Þrátt fyrir að Aníta gerir sér grein fyrir því að hún hefði ekkert getað gert öðruvísi þá eru þetta hugsanirnar sem hafa yfirtekið hana. Hún vinnur nú í hugsa jákvætt á sama tíma og hún upplifir gríðarlega sorg.

Líf er alltaf líf

„Ég er óendanlega þakklát fyrir þennan yndislega fullkomna dreng sem ég á,“ segir Aníta en að lokum langar hana að minna fólk á að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera ófrískur og að eiga heilbrigð börn. „Líf er alltaf líf og það er alltaf sorglegt þegar þau fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband