fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sex mánaða skilorð fyrir kynferðisbrot

Bílstjóri Ferðaþjónustu fatlaðra sýknaður af ákæru um nauðgun

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 3. maí 2016 07:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi bílstjóri hjá Ferðaþjónustu fatlaðra var 29. apríl síðastliðinn sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn greindarskertri konu. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um nauðgun. Maðurinn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm auk þess sem hann var dæmdur til þess að greiða konunni 600 þúsund krónur í miskabætur.

Brotin áttu sér stað á þriggja mánaða tímabili í byrjun árs 2013, í fjögur skipti alls. Konan hélt því fram að bílstjórinn hefði káfað á henni innan og utan klæða auk þess að stinga fingri upp í leggöng hennar. Þá taldi hún einnig að maðurinn hefði nauðgað henni. Maðurinn var einn með konunni í bílnum þegar brotin áttu sér stað en frásagnir vitna, aðallega starfsfólks sambýlis sem konan dvelst á, studdu framburð hennar.

Þannig sögðu sérfræðingar að konan gæti ekki skáldað slíka frásögn og hvað þá endurtekið hana nánast óbreytta. Varðandi kynferðisbrotin var framburður hennar afar staðfastur. Aðeins varðandi hina meintu nauðgun var framburður hennar á reiki auk þess sem skoðun kvensjúkdómalæknis leiddi í ljós að meyjarhaft hennar var órofið og því útilokað að getnaðarlim hefði verið stungið inn í leggöng konunnar. Hins vegar væri ekki hægt að útiloka að fingri hefði verið stungið inn í þau.

Maðurinn neitaði sök en framburður hans var metinn ótrúverðugur. Hann kvaðst ekki hafa haft neinar upplýsingar um fötlun konunnar en sérfræðingar héldu því fram að enga sérstaka kunnáttu þyrfti til þess að átta sig á henni. Meðal annars neitaði hann því að hafa kallað konuna „gullmolann sinn“ en vitni heyrðu hann viðhafa þau orð. Bílstjórinn hafði ekki áður komið við sögu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis