fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Helgi Hjörvar: Fyrsta sinn sem ég verð var við fordóma við fötlun minni

Segist aldrei hafa áður orðið var við fordóma á 20 ára ferli sínum í stjórnmálum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2016 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hjörvar, sem er í formannsframboði í Samfylkingunni segist finna fyrir fordómum í fyrsta skipti á stjórnmálaferli sínum. Fordómarnir beinist einkum gegn sjóninni.

„En núna mæti ég semsagt í fyrsta sinn viðhorfum um að ég geti ekki ráðið við það verkefni að vera formaður Samfylkingarinnar vegna fötlunar minnar,“ segir Helgi í opinni færlsu á Facebook. Enn fremur segir hann fólk með fötlun hafa aukið hlutdeild sína á þingi og í sveitarstjórnum.

„Þeim sem eru að velta slíku fyrir sér bendi ég á að alblindir menn hafa til dæmis verið ráðherrar félagsmála í Svíþjóð og innanríkismála í Bretlandi og er hvort ráðuneyti trúlega umfangsmeira en íslenska ríkið og hvað þá Samfylkingin,“ segir Helgi og furðar sig á gagnrýninni. Hann bendir á blindi félagsmálaráðherrann Bengt Lindqvist hafi kennt kollegum sínum að rata um sænska þingið.

„Ég les ekki með sama hætti og aðrir og verð að reiða mig á endursögn annarra um margt. Ég á erfitt með að vera virkur á fésbók, ræð illa við spjall þar eða að fylgjast með vinum mínum eins og ég vildi. Það getur líka verið óheppilegt fyrir stjórnmálamann að sjá ekki kjósendur, virða þá ekki viðlits, standa einn úti í horni af því að maður sér engan sem maður þekkir o.s.frv.,“ greinir Helgi frá og bendir á að það séu margir kostir sem hafi verið farið léttvægt fram hjá við að hafa blindan mann í stjórnmálum.

Að lokum fullvissar Helgi Samfylkingarfólk um að hann verði fyrsti fatlaði maðurinn til að leiða stjórnmálaflokk hérlendis. Hann segir ekki þá við sjónina að sakast, heldur einhvern af öðrum göllunum í genasafni sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri