fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sleginn í höfuðið með glasi: Húsbrot og heimilisofbeldi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2016 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var sleginn í höfuðið með glasi við Naustin í Reykjavík í nótt. Lögreglunni barst tilkynning um málið klukkan 03.40. Maðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Tveir voru handteknir vegna málsins og vistaðir í fangageymslu. Ætluð fíkniefni fundust á öðrum þeirra.

Klukkan 22.33 var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Garðabæ en hann er grunaður um húsbrot/heimilisofbeldi. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt voru þrír ungir menn handteknir í Breiðholti en þeir eru grunaðir um húsbrot og líkamsárás. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Tilkynnt var um líkamsárás á veitingahúsi í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt. Talið er að þolandinn sé nefbrotinn. Málið er í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu