fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Ég ætla að vinna“

Hraustustu Íslendingarnir flykkjast til Madrídar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. maí 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt af sterkasta fólki landsins er nú í óða önn að koma sér fyrir í Madríd, höfuðborg Spánar, þar sem hið svokallaða Meridian Regionals – Evrópu- og Afríkumótið í CrossFit – fer fram um helgina.

Eiríkur Baldursson og Oddrún Eik Gylfadóttir.
Klár í slaginn Eiríkur Baldursson og Oddrún Eik Gylfadóttir.

Á meðal íslenskra keppenda á mótinu eru þekktar stjörnur í CrossFit-heiminum og nægir þar að nefna tvöfaldan heimsmeistara í íþróttinni, Annie Mist Þórisdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttir – sem hafnaði í þriðja sæti á síðustu heimsleikum – og Björgvin Karl Guðmundsson, sem hirti þriðja sætið í karlaflokki á heimsleikunum í Carson í Kaliforníu síðastliðið sumar. Þá er einnig nokkur fjöldi af öðrum íslenskum heljarmennum í Madríd, sem ætla sér stóra hluti á mótinu um helgina.

Klár í slaginn

„Mér líst bara vel á þetta,” svaraði Sigurður Hafsteinn Jónsson, sem æfir hjá CrossFit XY í Garðabæ, þegar DV tók hann tali í Caja Mágica-höllinni í Madríd. Hann keppir á mótinu sem einstaklingur og leist vel á flestar æfingarnar. „Ég er búinn að renna í gegnum þetta hundrað sinnum og er klár í slaginn.”

Alls taka 28 Íslendingar þátt í mótinu um helgina. Þrjár CrossFit-stöðvar senda lið til þess að keppa fyrir sína hönd í liðakeppninni, CrossFit Reykjavík, CrossFit XY og CrossFit Sport í Sporthúsinu. Þá keppa Íslendingarnir Oddrún Eik Gylfadóttir og Eiríkur Baldursson með liði CrossFit Copenhagen. Þá munu Björk Óðinsdóttir og Númi Katrínarson keppa hvort fyrir sitt liðið frá CrossFit Nordic í Stokkhólmi.

Sigurður Hafsteinn Jónsson keppir fyrir CrossFit XY í Garðabæ.
Vel undirbúinn Sigurður Hafsteinn Jónsson keppir fyrir CrossFit XY í Garðabæ.

Danskur kærasti keppir líka

Auk þeirra Íslendinga sem þegar hafa verið upptaldir, keppa í einstaklingskeppninni Þuríður Erla Helgadóttir frá CrossFit Sport og Hinrik Ingi Óskarsson frá CrossFit Reykjavík. Þá keppir Frederik Aegidius, danskur kærasti Anniear Mist, undir íslenskum fána CrossFit Reykjavík.

Aðspurð hvaða hluti hún ætlaði sér á mótinu um helgina, svaraði Þuríður Erla stutt og laggott: „Ég ætla að vinna!”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“