fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur vill vita nákvæmlega hverjir standa að leigufélögum

„Morgunljóst“ að leiguverð muni snarhækka

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 28. maí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir í Fésbókarfærslu það vera „morgunljóst“ að leiguverð muni hækka í kjölfar sölu á 450 íbúðum til leigufélags í rekstri GAMMA og vill fá að vita hverjir nákvæmlega það eru sem standa að þessum leigufélögum.

„Veit almenningur t.d. að þegar leigufélagið Heimavellir keypti eignir af Íbúðalánasjóði þá hækkaði leiguverð um 21% árið 2015 á meðan vísitala leiguverðs hækkaði um 7%? Það liggur fyrir að þessi mikla hækkun á leiguverði hjá leigufélaginu Heimavöllum varð m.a. vegna þess að verið var að endurnýja leigusamninga vegna íbúða sem félagið keypti af Íbúðalánasjóði!,“

segir Vilhjálmur. Hann segir þennan mikla vöxt leigufélaga leiða til snarhækkandi leiguverðs á Íslandi og það á kostnað þeirra tekjulægstu í samfélaginu:

„Þessu til viðbótar þá leiðir þessi hækkun á leiguverði til aukinnar verðbólgu enda er verðbólgan án húsnæðisliðar einungis 0,3%, en með húsnæðisliðnum er hún 1,7%.

Ég myndi vilja fá að vita nákvæmlega hverjir það eru sem standa að þessum leigufélögum og einnig nákvæmar upplýsingar um umfang og aðkomu lífeyrissjóðanna í þessu braski.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi