fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Óeirðir í Frakklandi: Vara við ferðum til landsins

Verkföll og mótmæli víða um landið – Erfitt að nálgast eldsneyti

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 28. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir fjölmiðlar vara við því að landsmenn ferðist til Frakklands þessa helgina í ljósi þess að bensín er uppurið á helmingi allra bensínstöðva landsins. Löng helgi er í Bretlandi þar sem svokallað „bank holiday“ er á mánudaginn og því mátti gera ráð fyrir því að þúsundir Breta myndu keyra til Frakklands í helgarfrí. Það þykir hinsvegar ekki ráðlegt útaf ástandinu í landinu sem einkennist af mótmælum og verkföllum útaf umdeildri fyrirhugaðri lagasetningu sem gerir það auðveldara fyrir atvinnurekendur að segja upp starfsfólki auk þess sem frumvarpið er talið vera atlaga að 35-stunda vinnuviku.

Gríðarlegt mótmæli hafa verið í helstu borgum Frakklands þar sem hópar verkafólks hafa staðið fyrir stórfelldum eignaspjöllum og lent í átökum við óeirðalögreglu. Þá hafa mótmælendur séð til þess að starfsemi hefur stöðvast tímabundið í sex af átta olíuvinnslustöðvum Frakklands sem hefur gert það að verkum að verulegur skortur er á eldsneyti í landinu.

Francois Hollande, Frakklandsforseti, er hinsvegar vígreifur og segir að afturhaldssinnar fái ekki að standa í vegi fyrir nauðsynlegum breytingum til þess að styrkja efnahagslíf landsins sem loks er á uppleið eftir erfið ár.

Nú styttist óðum í að Evrópumótið í knattspyrnu hefjist í Frakklandi þar sem að fjölmargir Íslendingar munu fylgja íslenska landsliðinu eftir. Ekki er hægt að útiloka að ástandið sem nú ríkir í Frakklandi muni hafa áhrif á ferðaplön íslenskra stuðningsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“