fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Makrílstuldur í Gana kostaði ISI 97 milljónir

Útflutningsskjölum Iceland Seafood stolið í Gana – Þjófarnir höfðu umráð yfir makrílnum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. maí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Iceland Seafood International (ISI) neyddist til að greiða jafnvirði 97 milljóna króna til að endurheimta hundruð tonna af heilfrystum íslenskum makríl sem ganverskir þjófar stálu í fyrra. Þjófarnir stálu útflutningsskjölum af flutningafyrirtæki í Gana sem átti að koma þeim til viðskiptabanka íslenska sölu- og markaðsfyrirtækisins þar í landi. Höfðu þeir sem handhafar skjalanna umráðarétt yfir makrílnum.

Mikill tilkostnaður

Samkvæmt nýbirtum ársreikningi ISI var skjölunum stolið eftir að þau voru send frá Íslandi til Gana. Heildarkostnaður fyrirtækisins við að endurheimta þau nam 680 þúsund evrum í árslok 2015, eða rúmum 97 milljónum króna miðað við þáverandi gengi. Í reikningnum segir að fyrirtækið reyni nú að fá tjónið bætt.

Í svari ISI við fyrirspurn DV segir að þjófnaðurinn hafi verið tilkynntur ganverskum lögregluyfirvöldum. Ekki fengust nákvæmar upplýsingar um hvenær atvikið átti sér stað aðrar en þær að uppsjávarfisknum var stolið á fyrri árshelmingi 2015. Um heilfrystan makríl, með haus og hala, var að ræða en fyrirtækið vill ekki gefa upp heildarverðmæti sendingarinnar. Því hafi á endanum tekist að endurheimta hana, eða eins og segir í svarinu; „töluvert löngu seinna og með miklum tilkostnaði“.

„Í rauninni vitum við ekki hverjir þetta voru sem komust yfir þessi skjöl. Við getum því ekki svarað því hverjir voru þarna að verki. Þetta er mjög óvanalegt atvik en Afríka hefur alltaf verið stór markaður fyrir sjávarafurðir og við höfum átt í viðskiptum þar í mjög langan tíma og eigum þar mjög traust viðskiptasambönd. En varan var í lagi og henni var skipað aftur út úr landinu. Endaði hún í Evrópu og var seld þar. Þetta var einangrað tilvik sem felur í sér kostnað sem gengur út á að ná vörunni til baka með tilheyrandi kostnaði og selja hana svo á öðrum tíma,“ segir í svarinu.

Rekið með tapi

ISI er alfarið í eigu lúxemborgskra einkahlutafélagsins International Seafood Holdings S.a.r.l. Það er sölu- og markaðsfyrirtæki í útflutningi á ferskum, söltuðum og frosnum sjávarafurðum með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið var stofnað árið 1932 og starfrækir einnig sjö starfsstöðvar í Evrópu og Norður-Ameríku.

Stjórn ISI tilkynnti á mánudag að hún hefði óskað eftir því við Nasdaq Iceland, Kauphöll Íslands, að hlutabréf þess yrðu tekin til viðskipta á First North-markaðnum. Kvika banki hafði þá haft umsjón með lokuðu fagfjárfestaútboði á 40% hlut í fyrirtækinu sem lauk þann 11. maí. Bréfin voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands síðasta miðvikudag. Í ársreikningi ISI fyrir síðasta ár kemur fram að það var rekið með 174 þúsund evra tapi í fyrra, eða jafnvirði 24 milljóna króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi