fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

WOW air fær fimm nýjar farþegaþotur

Nýir áfangastaðir og lægra verð

Kristín Clausen
Föstudaginn 27. maí 2016 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air hefur skrifað undir samning við bandarísku flugvélaleiguna Air Lease Corporation (ALC) sem er ein stærsta flugvélaleiga heims en fyrirtækið hefur í dag 269 þotur í leiguflota sínum sem eru leigðar til yfir 100 flugfélaga um allan heim.

Í tilkynningu frá WOW air segir að félagið fái þrjár glænýjar farþegaþotur til viðbótar í flota sinn á næstu misserum. Pöntunin hljóðar alls upp á fimm þotur en tvær af þessum þotum eru Airbus A320neo og Airbus A321neo. Önnur þeirra verður afhent á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 og hin eftir áramót 2018.

Eldsneytiskostnaður lækkar um 20 prósent

Viðhengið „NEO“ stendur fyrir „New Engine Option“ sem þýðir ný tegund hreyfla sem lækkar eldsneytisnotkun um 20% miðað við núverandi tækni. Airbus NEO er nýjasta viðbótin við Airbus A320 fjölskylduna en vélarnar eru þægilegri, langdrægari og hljóðlátari en fyrri gerðir.

„Við erum afskaplega ánægð að leigja þessar fimm nýju Airbus A321 og A320 til viðskiptavinar okkar WOW air. Við hlökkum til þess að eiga langtíma samband við flugfélagið og hjálpa þeim að vaxa og dafna með einn nýjasta flugflota í heimi,“ segir Grant Levy, framkvæmdastjóri Air Lease Corporation (ALC).

Þrjár splunkunýjar þotur

„Þessar nýju Airbus „NEO“ vélar eru sniðnar að okkar leiðarkerfi þar sem þær eru bæði langdrægari og sparneytnari munum við geta boðið upp á nýja áfangastaði ásamt því að halda áfram að lækka verðið enn frekar“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.

Hinar þrjár þoturnar eru einnig glænýjar Airbus A321 vélar en ein þeirra, TF-GMA, var afhent núna í vikunni en TF-GPA mun afhendast í júlí eins og flugfélagið tilkynnti í síðustu viku. Næsta nýja Airbus A321 vél verður afhent í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“